„Unnur Ösp Stefánsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 1:
[[Mynd:[http://farm3.static.flickr.com/2724/4167071129_27813e0270_o.jpg Example.png]|thumb|Unnur Ösp]]
Unnur Ösp Stefánsdóttir er fædd 6. apríl 1976 og hún útskrifaðist með B.F.A. gráðu frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vor 2002. Frá útskrift hefur Unnur Ösp leikið ýmis hlutverk og má þar nefna Lólu í Ein af enduholdgunum Lólu hjá Útvarpsleikhúsinu, Krissu í Grease í Borgarleikhúsinu, Unni Ösp í 5.stelpur.com og Dionne í rokksöngleiknum Hárinu í Austurbæ. Þá lék Unnur Ösp aukahlutverk í kvikmyndunum Regínu, Kaldaljósi og Dís. Hún hefur einnig fengist við leikstjórn, t.a.m. sem höfundur leikgerðar og leikstjóri á Rómeó og Júlíu með geðfötluðum og þroskaheftum á Lyngási, sem leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi kvikmyndarinnar Reykjavík Guesthouse-rent a bike, leikstjóri dansmyndarinnar While the cat´s away..., aðstoðarleikstjóri í kvikmyndinni Kaldaljósi og í söngleiknum Chicago og leikstjóri hjá leikfélagi FG á söngleiknum Litlu hryllingsbúðinni. Unnur Ösp er stofnandi og eigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Réttar dagsins, meðlimur og stofnandi Kvenfélagsins Garps og meðlimur framleiðslufyrirtækisins Menningarfélag alþýðunnar sem framleiddi rokksöngleikinn Hárið 2004. Hún situr nú í stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna. Unnur Ösp lék ýmis hlutverk í Klaufum og kóngsdætrum, Chantal í Edith Piaf og unnustu í Halldóri í Hollywood. Hún er núna fastráðin við Borgarleikhúsið og í ár leikur hún í [http://www.borgarleikhus.is/leiksyningar/stora-svid/nr/208 Fjölskyldunni], [http://www.borgarleikhus.is/leiksyningar/nyja-svid/nr/498 Elsku barn] og [http://www.borgarleikhus.is/leiksyningar/stora-svid/nr/501 Nei, ráðherra].