„Þorlákur helgi Þórhallsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
SigRagnarsson (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 97:
== Dýrlingur ==
 
[[Mynd:Saint Thorlakur.JPG|thumb|right|250px|Þorláksstytta í [[Kristskirkja | Kristskirkju í Landakoti]].]]
Þorlákur fékk snemma á sig orð sem helgur maður sem gott var að heita á. Hann var tekinn í dýrlinga tölu á Íslandi og áheit á hann leyfð árið 1198. Páll Skálholtsbiskup lýsti því yfir í [[lögrétta | lögréttu]] á Pétursmessudag [[29. júní]]. Bein Þorláks voru tekin upp [[20. júlí]] það sama ár. Þá voru komnir í Skálholt þeir Brandur Hólabiskup og [[Guðmundur góði Arason | Guðmundur prestur Arason]], eins og segir í sögu hins síðarnefnda, en hann réð mestu, hvað sungið var við athöfnina. Þorlákur á tvo [[dýrlingadagur|messudaga]] á ári: dánardag sinn, [[Þorláksmessa á vetri|Þorláksmessu á vetri]] 23. desember, og [[Þorláksmessa á sumri|Þorláksmessu á sumri]] 20. júlí. Þá voru sungnar [[Þorlákstíðir]]. Einnig var samin [[Þorláks saga]], sem er til í nokkrum gerðum. Og fjölmörgum sögum um [[kraftaverk]], sem eignuð voru árnaðarorði hans, var safnað saman í [[Jarteinabækur Þorláks helga]]. Páll biskup lét gera mikið og vandað [[Þorláksskrín]], sem fór forgörðum eftir siðskipti. Sagt er, að smábrot af helgum dómi biskupsins sé varðveitt í vegg [[Múrinn | Magnúsardómkirkju í Færeyjum]].