„Þorlákur helgi Þórhallsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
SigRagnarsson (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 60:
Þorlákur var ekki vígður fyrr en í [[Niðarós]]i [[2. júlí]] [[1178]]. Hann hafði í fyrstu farið aftur til klausturs síns, en fjárhagir í Skálholti gerðust óhægir og Klængur biskup máttlítill, svo að hann fór loks þangað og hafði þó á biskupsstólnum „mikla skapraun, bæði af viðurvist manna og öðrum óhægindum, þeim er hann átti um að vera, og bar hann þær allar þolinmóðlega."<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 10. kafli.</ref> Meðal annars gæti átt við, að Ingveldur Þorgilsdóttir, barnsmóðir og frænka Klæmgs biskups, hafi verið þar viðloðandi, en barneign þeirra var líklega helsta ástæða biskupaskiptanna.<ref>Einar Arnórsson: „Hjúskapur Þorvalds Gizurarsonar og Jóru Klængsdóttur", ''Saga I'', Reykjavík 1949.</ref> Loks dó Klængur [[28. febrúar]] [[1176]]. Hættuspil þótti á þeim misserum að sigla, því að ófriður var á milli Íslendinga og Norðmanna, en Þorlákur tók af skarið sumarið [[1177]] og kvaðst ekki skelfast ótta vondra manna.
 
Þorlákur tók biskupsvígslu af [[Eysteinn Erlendsson | Eysteini Elendssyni]] erkibiskupi, en auk hans tóku þátt í henni [[Eiríkur Ívarsson]] biskup í Stafangri, sem síðar varð erkibiskup, og Páll biskup í Björgvin.<ref>„Páll Björgvinjarbiskup, mikill skörungur og vinur Þorláks biskups alla ævi síðan", segir ''Þorláks saga hin elsta'', 11. kafli. En norskum heimildum ber ekki saman, hvort hann eða Nikulás Pétursson var starfandi biskup á þessum tíma (sjá [http://no.wikipedia.org/wiki/Selje_kloster norsku Wikipediu um Seljuklaustur] og hins vegar [http://www.katolsk.no/biografi/biskoper.htm biskupatal hjá kaþólsku kirkjunni í Noregi]). Þótt Páll hefði aðeins verið uppgjafabiskup, gatvar hann auðvitað þóttsjálfsagt fullgildur við vígsluna.</ref> Eysteinn vildi forðast að vígja Íslendingum biskup í trássi við [[Magnús Erlingsson (konungur) | Magnús konung]] og föður hans, Erling jarl, og bar góð orð á milli. Þeir samþykktu um síðir vígsluna, tóku Þorláki vingjarnlega og skiptust á gjöfum við hann. „Og hafði Sverrir konungur það uppi, er bæði var merkur í máli og spakur að mannviti, að þeim feðgum hefði þá allir hlutir léttast gengið, er þeirra var vingan á milli og Þorlákur var þar í landi, bæði í sóknum og nálega velflest annað."<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 11. kafli.</ref> Það mátti Sverrir best vita, því að hann barðist þá til ríkis gegn þeim.
 
=== Starfsferill ===