„Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.76.98 (spjall), breytt til síðustu útgáfu S.Örvarr.S
Lína 18:
 
=== II. kafli ===
2. kafli fjallar um embætti [[Forseti Íslands|forseta Íslands]], hvernig til þess skal kosið og hvert valdsvið forseta skuli vera. Forsetinn hefur völd til að gera samninga við önnur ríki, náða menn, rjúfa þing, gefa út [[bráðabirgðalög]] og skipa embættismenn. Hins vegar er forsetinn ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum og lætur [[ráðherra]] framkvæma vald sitt. Þessi völd eru því í reynd hjá ráðherrum. Hins vegar er ekki sátt um það meðal fræðimanna hvernig beri að túlka sumar greinar um völd forseta. 26. greinin mælir til dæmis fyrir um að lagafrumvarp þurfi staðfestingu forseta áður en það verður að lögum en neiti forseti að staðfesta lögin þá skal efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. Frá upphafi lýðveldisins hafa fræðimenn deilt um það hvort að þetta synjunarvald sé raunverulega til staðar og einnig hefur verið deilt um það hvort að það sé æskilegt að það sé til staðar. Þessar deilur komust í hámæli eftir að [[Ólafur Ragnar Grímsson]] neitaði að staðfesta hið svokallaða [[fjölmiðlafrumvarpið|fjölmiðlafrumvarp]] árið [[2004]]. Ekki kom til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins þar sem ríkisstjórnin dró hið umdeilda frumvarp til baka. Einnig neitaði [[Ólafur Ragnar Grímsson]] að staðfesta hin umdeildu IceSave lög og fór það mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.
 
Í 2. kafla er einnig kveðið á um [[ráðherraábyrgð]] og það að birta þurfi lög.