„Jóhann 3. Svíakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
 
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 12:
Jóhann var mjög tortrygginn að eðlisfari eins og hann átti kyn til og hann taldi setu sína á konungsstóli ekki trygga meðan Eiríkur bróðir hans lifði og hafði miklar áhyggjur af að einhverjir reyndu að frelsa hann og nota hann sér til framdráttar. Árið [[1571]] gaf hann vörðunum sem gættu Eiríks fyrirmæli um að ef minnsti grunur léki á að eitthvað slíkt væri í undirbúningi skyldi drepa Eirík með eitri. Ekki er vitað hvort svo fór en þegar Eiríkur dó [[1577]] fóru strax á kreik sögur um að hann hefði verið drepinn og þegar bein hans voru rannsökuð á 20. öld fundust sterkar vísbendingar um banvæna arsenikeitrun.
 
Eitt af fyrstu verkefnunum sem Jóhann þurfti að takast á við var að ljúka [[Sjö ára stríðið|Sjö ára stríðinu]], sem bróðir hans hafði hafið, og tókst honum að ná fram tiltölulega hagstæðum friðarsamningum árið [[1570]]. Hann barðist líka við [[Rússland|Rússa]] í [[Lífland]]i. Þar sem kona hans var pólsk mátti sjá greinileg pólsk áhrif í utanríkisstefnu hans, ekki síst eftir að sonur hans, [[Sigmundur 3.]] Vasa, varð konungur P[[óllandPólland]]s [[1587]]. [[Kaþólska|Kaþólsk]] áhrif drottningar á Jóhann voru líka greinileg og hún ól börn þeirra upp í kaþólskri trú, sem sænsku kirkjunni og aðlinum féll mjög illa. Þó dró úr kaþólsku áhrifunum á konunginn þegar hann giftist seinni konu sinni, sem var eindreginn mótmælandi. Hann átti líka oft í deilum við Karl hertoga bróður sinn.
 
== Arfleifð ==
Lína 31:
| frá = [[1568]]
| til = [[1592]]
| fyrir = [[Eiríkur 1514.]]
| eftir = [[Sigmundur 3.]]
}}