„Grikkland hið forna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m Skipti út Alcibiade.jpg fyrir Alcibiades.jpg.
Lína 62:
=== Pelópsskagastríðið ===
{{Aðalgrein|Pelópsskagastríðið}}
[[Mynd:AlcibiadeAlcibiades.jpg|thumb|right|Alkibíades]]
 
Árið [[431 f.Kr.]] braust stríð út að nýju milli Aþenu og Spörtu og bandamanna þeirra.<ref>Um Pelópsskagastríðið, sjá Bagnall (2004), Kagan (2003) og Janus (1969). Einnig Skúli Sæland, [http://visindavefur.hi.is/?id=4579 „Hvað voru Pelópsskagastríðin?“]. ''Vísindavefurinn'' 27.10.2004. (Skoðað 10.12.2006).</ref> Heimildum ber ekki saman um tilefni stríðsins. Aftur á móti eru fornir sagnaritarar ([[Þúkýdídes]] og [[Plútarkos]]) sammála um þrjár meginorsakir stríðsins. Fyrir stríðið kom upp deila milli Kórinþu og einnar af nýlendum hennar, [[Korkýra|Korkýru]] (í dag [[Korfú]]) og Aþena blandaði sér í málið. Skömmu síðar kom upp deila milli Kórinþu og Aþenu um yfirráð yfir [[Pótidaja|Pótidaju]], sem leiddi á endanum til þess að Aþeningar sátu um Pótidaju. Að lokum gáfu Aþeningar út nokkrar efnahagslegar tilskipanir sem eru þekktar sem „[[Megörutilskipanirnar]]“ en samkvæmt þeim var borgin Megara beitt viðskiptaþvingunum. Ríki Pelópsskagabandalagsins sökuðu Aþenu um að brjóta gegn friðarsamningum þrjátíuára friðarins með öllum áðurnefndu gjörðum sínum og Sparta lýsti yfir stríði á hendur Aþenu.