„Bernarsáttmáli til verndar bókmenntum og listaverkum“: Munur á milli breytinga

m
ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Bernarsáttmáli til verndar bókmenntum og listaverkum''' oftast kallaður aðeins '''Bernarsáttmálinn''' er [[alþjóðasamningur]] sem fjallar um gagnkvæma vernd [[höfundaréttur|höfundaréttar]] í aðildarlöndum. Fyrsta útgáfa samningsins var samþykkt í [[Bern]] í [[Sviss]] árið [[1886]]. Grunnstoðir sáttmálans eru gagnkvæmni milli ríkja (þ.e. að erlend verk njóti sömu verndar og innlend í hverju landi) og sjálfvirkni réttarins sem má ekki vera háður neinum formlegum skilyrðum eins og t.d. skráningu verksins.
 
Sáttmálinn var saminn að undirlagi [[Victor Hugo|Victors Hugo]] og samtakanna [[Association Littéraire et Artistique Internationale]]. Hann byggist á franska höfundaréttarhugtakinu ''droit d'auteur'' sem felur í sér að höfundaréttur verður til sjálfkrafa um leið og hugmynd verður að hugverki með því að henni er fengið fast form en ''copyright''-löggjöfin fól þá í sér að höfundur þurfti að sækja sérstaklega um eða tilkynna um höfundarétt. Sáttmálinn var saminn í kjölfarið á [[Parísarsamþykkt um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar]] frá 1883 sem fjallaði um hin svið [[hugverkarétthugverk]]araréttar: [[einkaleyfi]], [[vörumerki]] og verndun [[iðnhönnun]]ar.
 
Upphaflega var Bernarsáttmálinn með eigin stofnun líkt og Parísarsáttmálinn en 1893 sameinuðust þær í eina Sameinaða stofnun um vernd hugverkaréttinda. 1967 var nafni þessarar stofnunar breytt í [[Alþjóðahugverkastofnunin]] (WIPO) sem varð stofnun innan [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] árið 1974.
56.096

breytingar