„Mersía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Fyrsti konungur Mersíu sem þekkt er um var [[Creoda]], sem var talinn vera sonarsonarsonur [[Icel]]s. Hann kom til ríkis um árið [[584]] og byggði vígi í [[Tamworth]], sem varð hásæti Mersíu. Sonur hans [[Pybba]] tók við af honum árið [[593]]. [[Cearl]], ættingi Creoda, tók við af Pybba árið [[606]]. Árið [[615]] giftist dóttir Cearls, Cwenburga, [[Edwin]] konungi [[Deira]]. Næsti konungur Mersíu var [[Penda]], sem var á hásæti frá 626 eða 633 til 655. Sumt af því sem er þekkt um Penda kemur frá frásögn [[Beda prestur|Beda prests]], sem var illa við Penda vegna þess að hann var konungur ríkis sem keppti við Norðhumbríu, og að hann var heiðinn. Samt sem áður viðurkenndi Beda prestur að Penda leyfti kristnum trúboðum frá [[Lindisfarne]] inn í Mersíu og bannaði þeim ekki að predika.
 
Sonur Penda, [[Peada]], kom á eftir Penda en var drepinn árið [[656]]. [[Wulfhere]] stjórnaði Mersíu sem sjálfstætt konungsríki til dauðadags árið [[675]]. Næsti konungurinn var [[Æthelred]], sem sigraði Norðhumbríu á [[orrustan við Trent|orrustunni við Trent]] árið [[679]]. Sonur Wulfhere, [[Cœnred]], tók við af Æthelred. Svo tók [[Ceolred]] við af Cœnred og svo endaði ríkisár ættingja Penda.
 
Næsti konungur af Mersíu var [[Æthelbald]] (716–757). Árið [[2009]] var [[fjársjóður af Staffordshire]] uppgötvaður í [[Lichfield]], sem var trúmiðstöð Mersíu. Smíðisgripirnir eru taldir vera frá 600–800 e.Kr. Er ekki þekkt hvort fjársjóðurinn sé [[kristni|kristinn]] eða [[heiðni|heiðinn]].