„Skálholtsskóli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Gæsalappir vantaði + skökk tilvísun lagfærð.
Lína 9:
== Skólinn í kaþólskum sið ==
 
Skólahald hélt áfram í Skálholti eftir daga Ísleifs og sagt er um [[Þorlákur Runólfsson|Þorlák Runólfsson]] biskup að hann hafi tekið marga menn til læringar og hafi þeir orðið góðir kennimenn og lærdómsmaðurinn [[Klængur Þorsteinsson]] biskup kenndi prestlingum. [[Þorlákur helgi Þórhallsson]] kenndi kennimönnum ástsamlega„ástsamlega allt embætti þat, er þeir voru skyldir at fremja, með sínum vígslum,” segir í [[Hungurvaka|Hungurvöku]]12. kafla af ''Þorláks sögu hinni elstu''.
 
Eftir daga Þorláks helga er í rauninni nær ekkert vitað um skólahald í Skálholti allt til daga [[Stefán Jónsson (biskup)|Stefáns Jónssonar]], sem var biskup 1491-1518 og má gera ráð fyrir að skólahald hafi verið slitrótt, enda var oft biskupslaust árum saman; sumir erlendir biskupar komu aldrei til landsins og sumir aðrir hafa líklega haft takmarkaðan áhuga á skólahaldi. Menn fengu oft prestvígslu þrátt fyrir litla sem enga menntun og árið [[1307]] var til dæmis ýmsum prestum í Skálholtsbiskupsdæmi vikið úr embætti fyrir fáfræði sakir. Sumir biskupanna voru þó vel menntaðir sjálfir og má vel vera að þeir hafi haft skóla í Skálholti þótt þess finnist ekki getið í heimildum.