„Spjall:Þjóðernishyggja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
rv
AdalDrottinn (spjall | framlög)
Lína 2:
:Sæll Bjarki, blessaður endurbættu greinina maður. Komdu með fleiri skilgreiningar þjóðernishyggju (þú segir að þær séu margar og hefur vafalaust rétt fyrir þér) og felldu út úr greininni minni, ef einhverju er þar logið. Ég held reyndar að engu sé logið, en trúlega er margt vansagt, enda átti þessi stubbur aldrei að vera tæmandi úttekt á þjóðernishyggju (til þess er ég ekki fær), heldur bara að losa upp einn rauðan tengil og vera start fyrir aðra, sem vildu bæta við og endurbæta. Ég vona að þú gerir meira en bara að gagnrýna! Svo að lokum skulum við gæta okkar á því að rugla ekki saman þjóðernishyggju og sjálfstæðisþrá þjóða. Það getur verið himinn og haf þar á milli. --[[Notandi:Moi|Moi]] 08:44, 25 nóv 2004 (UTC)
::Sæll Moi, vona sannarlega að þú takir gagnrýni minni ekki persónulega á nokkurn hátt, ég hafði ekki einu sinni fyrir því að kanna breytingarsögu greinarinnar og vissi ekkert um fyrri höfunda. Ég býst við því að leggja eitthvað til sjálfur í þessari grein á næstunni en ég hef ekki ótakmarkaðan tíma og því setti ég bara inn þessa athugasemd til að byrja með til að beina athygli annara að greininni og því sem má betur fara. Það er rétt að það er engu logið í þessari grein en hún sýnir aðeins lítinn flöt á stóru máli. --[[Notandi:Bjarki S|Bjarki Sigursveinsson]] 11:37, 25 nóv 2004 (UTC)
==Þjóðernishyggja og föðurlandsást==
Þetta er auðvitað tvennt ólíkt, en er þjóðernisást ekki bara það sama og þjóðernishyggja - eða hver er annars munurinn? Svo set ég spurningamerki við að kalla þetta stjórnmálastefnu, því þótt þjóðernishyggja sé hluti af ýmsum stjórnmálastefnum þá er hún ekki stjórnmálastefna í sjálfu sér eða hvað? --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 30. apríl 2010 kl. 00:18 (UTC)
:Ja, þjóðernisást, ættjarðarást og svo framvegis er skylt þjóðernishyggju þó það sé ekki það sama. Þetta eru vandmeðfarin hugtök, ekki síst í alfræðiriti á íslensku. Þar er meðal annars skilgreiningin á ''þjóð'' í hliðstæðu við erlend hugtök sem ''nation'' og ''volk/folk/people'' þar sem ekki liggur fyrir einhlýt notkun. Það sama gildir fyrir flokkun á hugtaki sem þjóðernishyggja, ef það er notað sem samsvörun við alþjóðaorðið ''nationalismus'' þá flokkast það á þeim Wikipedia-útgáfum sem ég hef skoðað sem ''Politische Ideologie''. [[Notandi:Masae|Masae]] 30. apríl 2010 kl. 09:48 (UTC)
:: Political theory á en:wp. Mér finnst í góðu lagi að flokka þjóðernishyggju undir stjórnmál, enda ein grundvallarsetning Herders að þjóðir eigi að stjórna sér sjálfar, en mér finnst samt skrýtið að setja hana undir sama hatt og t.d. sósíalisma eða frjálshyggju. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 30. apríl 2010 kl. 10:00 (UTC)
::: Ég er samt ekki að ná muninum á þjóðernisást og þjóðernishyggju. Hvað heitir þjóðernisást á erlendum málum? Ég finn orðið á nokkrum stöðum á tímarit.is - sums staðar með ættjarðarást "ættjarðarást og þjóðernisást". --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 30. apríl 2010 kl. 10:05 (UTC)
::::Þjóðernisást eða ættjarðarást er nánast það sama og ''patriotism'' sem ber að aðgreina frá þjóðrembunni, ''chauvinism'', þá mörkin séu nú ekki alltaf skýr, samanber frægar ræður forseta Íslands um útrásarvíkingana á sínum tíma. [[Notandi:Masae|Masae]] 30. apríl 2010 kl. 11:02 (UTC)
::::: (i) Ættjarðarást/föðurlandsást/þjóðernisást = patriotism; (ii) Þjóðernishyggja/þjóðernisstefna = nationalism? Mér virðist (i) vera ákveðið stolt og hollustuhneigð en (ii) virðist mér vera ákveðin hugmyndafræði þar sem hugmyndin um þjóð er í fyrsta lagi skilin þrengri skilningi og hagsmunir hennar í öðru lagi settir á oddinn (t.d. hugmyndir um „eina þjóð í einu landi“ og í sumum tilvikum tilhneigingin til að skilgreina þjóðina sem um ræðir út frá t.d. kynþætti). Eða hvað, er þetta af og frá? Til dæmis er eitt að fyllast stolti þegar Ísland sigrar handboltaleik og annað að halda að íslensku „þjóðinni“ stafi hætta af of hraðri fjölgun „nýrra Íslendinga“. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 30. apríl 2010 kl. 13:52 (UTC)
:::::: En er eðlilegt að setja samasemmerki milli ættjarðarástar og þjóðernisástar? Bandarísk ættjarðarást verður varla kölluð þjóðernisást eða hvað? --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 30. apríl 2010 kl. 13:54 (UTC)
::::::: Kannski ekki samasem merki en mér virðist þetta tvennt þó eiga eitthvað sameiginlegt, hvort tveggja ættjarðar- og þjóðernisást virðist mér vera ákveðin tilfinning eða persónuleg hneigð fremur en hugmyndafræði; mér finnst eins og þjóðernishyggja eða -stefna sé hugmyndafræðileg útgáfa af hinu, sem er ókerfisbundnara og persónulegra, stolt og hollustuhneigð. --[[Notandi:Cessator|Cessator]] 30. apríl 2010 kl. 16:26 (UTC)
:::::::: Mér finnst þetta samt eitthvað skrýtið. Kannski af því ég er ekki vanur orðinu "þjóðernisást" - en þjóðernishyggja og ættjarðarást hafa oft verið andstæðar hverri annarri t.d. þegar hópar sem skilgreina sig sem þjóð innan ríkis vilja sjálfstæði og beina þannig sinni þjóðernishyggju gegn ættjarðarást þeirra sem vilja ríkið heilt og óskipt. --[[Notandi:Akigka|Akigka]] 30. apríl 2010 kl. 19:29 (UTC)
Það er ansi fróðlegur þáttur um þetta á RÁS 1 [http://dagskra.ruv.is/ras1/4493564/2010/04/03/] [[Notandi:Masae|Masae]] 30. apríl 2010 kl. 14:25 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Þjóðernishyggja“.