„Lögsögumaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Stafsetning
Lína 3:
Lögrétta kaus sér lögsögumann og var kjörtímabilið þrjú ár en endurkjósa mátti sama manninn mörgum sinnum. Fyrsti lögsögumaðurinn var kosinn árið [[930]] og var það [[Úlfljótur (lögsögumaður)|Úlfljótur]], sá sem sendur hafði verið til Noregs að kynna sér lög þar. Lögin voru ekki til skrifuð en lögsögumanninum bar að fara með þriðjung laganna fyrir þingheim á ári hverju þannig að þeir sem höfðu minni og námsgáfur til áttu að geta lært þau öll á þremur árum. [[goðorðsmaður|Goðar]] og aðrir sem höfðu heyrt lögréttumenn fara með lögin margsinnis hafa vafalaust margir hverjir fest þau vel í minni og getað áminnt lögréttumenn ef þeir fóru ekki rétt með. Þannig geymdust lögin í minni manna í nærri tvær aldir, allt þar til veturinn [[1117]]-[[1118]], þegar skráning þeirra hófst á [[Breiðabólstaður í Vesturhópi|Breiðabólstað]] í [[Vesturhóp]]i. Ekki er vitað til þess að sambærilegt embætti hafi verið til á norskum þingum.
 
Lögsögumannsembættið var við líðilýði til 1271 og eru [[listi yfir lögsögumenn á Íslandi|nöfn allra lögsögumanna]] þekkt.
 
Úr lögsögumannsþætti [[Grágás]]ar: