„Jón Gerreksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Lagfærði tengla.
Lína 7:
Engar samtímaheimildir greina frá aðdraganda þess að biskup var drepinn og er allt mjög óljóst um það en sagt er að fyrirliði biskupssveina hafði beðið [[Margrét Vigfúsdóttir|Margrétar Vigfúsdóttur]] ([[1406]] - [[1486]]), systur Ívars, en verið synjað. Hann á þá að hafa reiðst, farið með flokk biskupssveina suður að [[Kirkjuból á Miðnesi|Kirkjuból]]i á [[Miðnes]]i, þar sem Margrét var hjá bróður sínum, og ætlaði að brenna hana inni, en eins og áður segir bar þeim fleira á milli. Ívar var skotinn til bana en Margrét komst undan úr eldinum og flúði norður í [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]]. Sagnir segja að hún hafi svarið að giftast þeim sem hefndi brennunnar.
 
Helstu andstæðingar biskups eru sagðir hafa verið þeir [[Teitur Gunnlaugsson|Teitur ríki Gunnlaugsson]] í [[BjarnarnesBjarnanes]]i í Hornafirði og [[Þorvarður Loftsson]] á [[Möðruvellir (HörgárdalEyjafjarðarsveit)|Möðruvöllum]]. Biskup lét handtaka báða og flytja í Skálholt en hvers vegna er ekki vitað. Hann hafði þá að sögn í myrkrastofu og lét þá berja fisk og vinna önnur störf sem þeim þótti lítil virðing að. Þorvarður slapp úr varðhaldinu haustið 1332 en Teitur ekki fyrr en um vorið.
 
Þorvarður, Teitur og [[Árni Einarsson Dalskeggur]] söfnuðu liði og fóru um sumarið á Þorláksmessu (20. júlí) að biskupi og mönnum hans í Skálholti, drógu biskup út úr kirkjunni, drápu sveina hans sem í náðist, settu Jón í poka og drekktu honum í [[Brúará]], og var það gert svo að ekki væri hægt að segja að þeir hefðu úthellt blóði biskups. Ekki er að sjá að nein refsing hafi komið fyrir verkið.
 
[[Björn Þorsteinsson (f. 1918)|Björn Þorsteinsson]] sagnfræðingur hefur sett fram þá kenningu að morðið á Jóni hafi verið pólitísk aðgerð runnin undan rifjum Englendinga og er þá ekki ólíklegt að Jón Hólabiskup hafi tengst því á bak við tjöldin, enda hafði [[Loftur Guttormsson]] faðir Þorvarðar verið helsti stuðningsmaður hans. Svo mikið er víst að ekki virðist biskup hafa gert minnstu tilraun til að beita valdi kirkjunnar gegn þeim sem drepið höfðu starfsbróður hans og saurgað kirkjuna.