„Eiríkur Jónsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Innri tengill v/ ný síða.
 
Lína 1:
'''Eiríkur Jónsson''' ([[18. mars]] [[1822]] – [[30. apríl]] [[1899]]) fræðimaður, varaprófastur og ritstjóri í Kaupmannahöfn. Foreldrar hans voru Jón Bergsson (1795 – 1852) og fyrri kona hans, Sigríður Eiríksdóttir eldri (1800-1847). Þau bjuggu í Stórulág í [[Nes (sveit í Hornafirði) | Nesjum]] í [[Hornafjörður|Hornafirði]], en 1828 tók Jón prestsvígslu og fékk [[Einholt í Hornafirði|Einholt]] á [[Mýrar (sveit í Hornafirði)|Mýrum]]. Eiríkur lauk prófi frá [[Bessastaðaskóli | Bessastaðaskóla]] 1846, sigldi síðan til Kaupmannahafnar og settist þar að. Hann las guðfræði og síðar málfræði við háskólann en lauk ekki lokaprófi. Hann starfaði sem styrkþegi hjá [[Árnasafn]]i og varaprófastur á [[Regensen|Garði]] 1873-1899. Hann var [[Ritstjórar Skírnis|ritstjóri ''Skírnis'']] árin 1863 – 1872, 1875 og 1877 – 1887. Eftir að hann lét af því starfi, sendi hann [[Ísafold (1874)|''Ísafold'']] erlendar fréttir. Eiríkur átti þátt í að gefa út ''Reykjabók'' og ''Hauksbók'', og á yngri árum starfaði hann við söfnun til fornmálsorðabókarinnar, sem kennd er við Cleasby-Vigfússon. Síðar samdi Eiríkur sjálfur ''Oldnordisk Ordbog'', sem kom út 1863, 856 bls. rit, og inn í eintak Árnasafns í Kaupmannahöfn skráði hann auk heldur margar viðbætur. Eiríkur missti ungur sjón á öðru auga af slysi í smiðju og finnst stundum kallaður ''Eiríkur eineygði''. Hann var hagmæltur. Hann stofnaði 1844 bindindisfélag í Austur-Skaftafellssýslu. Hann gekk 1868 í hjónaband, kona hans Jensine ''Petrine'' Jensen (1836 – 1900).
 
== Heimildir ==