„Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
m Sósíalistafélag Reykjavíkur
Lína 1:
'''Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn''', oftast nefndur einfaldlega '''Sósíalistaflokkurinn''', var [[Ísland|íslenskur]] [[stjórnmálaflokkur]] sem starfaði frá [[1938]] til [[1968]] þegar [[Alþýðubandalagið]] var gert að formlegum stjórnmálaflokki. Hann var myndaður af [[Kommúnistaflokkur Íslands|Kommúnistaflokki Íslands]] og hluta úr [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokknum]] á grundvelli hugmyndarinnar um [[breiðfylking alþýðu|breiðfylkingu alþýðu]] gegn [[Fasismi|fasisma]] sem síðasta þing [[Komintern]] árið [[1935]] hafði sett fram og sem [[Einar Olgeirsson]] barðist fyrir á Íslandi.
 
[[1956]] tók Sósíalistaflokkurinn þátt í stofnun [[kosningabandalag]]sins [[Alþýðubandalagið|Alþýðubandalagsins]] ásamt [[Málfundafélag jafnaðarmanna|Málfundafélagi jafnaðarmanna]] og [[Hannibal Valdimarsson|Hannibal Valdimarssyni]]. Þegar Alþýðubandalagið varð að stjórnmálaflokki árið [[1968]] gekk Sósíalistaflokkurinn sjálfkrafa inn í það. Með því var flokkurinn lagður niður.
 
Sósíalistafélag Reykjavíkur neitaði að ganga í Alþýðubandalagið og hélt áfram sjálfstæðu starfi í nokkur ár áður en það hætti starfsemi.
 
[[Flokkur:Fyrrum íslenskir stjórnmálaflokkar]]