„Hugverk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hugverk''' eru ákveðnar tegundir sköpunarverka mannsins þar sem inntak verksins er [[hugur|huglægt]]. Um hugverk hefur því skapast ákveðið regluverk í [[lög]]gjöf sem nefnist einu nafni hugverkaréttur. Vegna þess að hugverkið er í eðli sínu huglægt þótt það eigi sér fast form þá er „eign“ hugverks annars eðlis en eign á efnislegri útfærslu þess. Hugverkaréttur gengur út á tímabundinn [[einkaréttur|einkarétt]] eiganda hugverksins sem hefur þá færi á að hagnast á verki sínu. Einkarétturinn (sem er í reynd [[einokun]]) er réttlættur með því að hann sé nauðsynlegur til að hvetja til sköpunar og birtingar hugverka í þágu almennings. MeginreglanMeginforsenda hugverkaréttar er því sú að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að nýjar hugmyndir séu birtar og þær komist í opinbera umræðu fremur en að þeim sé haldið leyndum. Einkarétturinn er hvati til birtingar í þágu almannahagsmuna. Eins er það sjónarmið ríkjandi í hugverkarétti að velgengni þess sem skapar hugverkið eigi að vera í samræmi við velgengni verksins; það sé t.d. ekki eðlilegt eða sanngjarnt að höfundur að vinsælu lagi fái ekki notið fjárhagslegs ábata af vinsældum þess.
 
Til hugverkaréttar telst [[höfundaréttur]] og [[grannréttindi]], lög um [[einkaleyfi]], [[vörumerki|vörumerkjavernd]], vernd [[iðnhönnun]]ar, [[nytjamynstur]], [[upprunamerking]]ar og [[viðskiptaleynd]].