„Hrafna-Flóki Vilgerðarson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Flóki Vilgerðarson''' var [[Noregur|norskur]] [[víkingar|víkingur]], sonur Vilgerðar Hörða-Káradóttur, sem hélt vestur um haf til að leita lands sem fréttir höfðu borist af. Hann sigldi frá FlókavarðaFlókavörðu á mörkum [[Rogaland]]s og [[Hörðaland]]s og hafði meðferðis fjölskyldu sína og frændlið, svo og búfénað, því ætlunin var að setjast að í hinu nýja landi. Af förunautum Flóka eru nefndir þeir Herjólfur og Þórólfur (Þorsteinsson Grímssonar kamban) og Faxi sem [[Faxaflói]] er sagður heita eftir. Kona Flóka er sögð hafa verið Gró, systir [[Höfða-Þórður Bjarnarson|Höfða-Þórðar]] landnámsmanns í Skagafirði.
 
Flóki sigldi þó ekki beint til Íslands, heldur kom fyrst við við á [[Hjaltland]]i. Þar drukknaði Geirhildur dóttir hans í Geirhildarvatni. Flóki kom einnig við í [[Færeyjar|Færeyjum]] og gifti þar aðra dóttur sína. [[Þrándur í Götu]] var afkomandi hennar. Þar tók hann með sér þrjá hrafna og lét þá vísa sér leið til Íslands; sleppti fyrst einum og sá flaug aftur í átt til Færeyja, sá næsti flaug beint upp í loft og sneri aftur en sá þriðji flaug fram um stafn og þá vissi Flóki að hann var að nálgast land.