Munur á milli breytinga „Ríkharður ljónshjarta“

m
ekkert breytingarágrip
m (Lagfærði tengla.)
m
Þeir Rikharður og Filippus dvöldu áfram á Sikiley um hríð en við það fór spenna á milli þeirra vaxandi. Að lokum ákváðu þeir að setjast niður og ræða ágreining sinn og tókst þá með þeim samkomulag sem fól meðal annars í sér að trúlofun Ríkharðs og Alísu var slitið en þá var 21 ár síðan hún var ákveðin. Raunar var Ríkharður þá þegar heitbundinn [[Berengaría af Navarra|Berengaríu]] af [[Navarra]] og hún var kominn til hans á Sikiley.
 
Ríkharður sigldi svo frá Messína áleiðis til [[AkraAkkó]] í [[Landið helga|Landinu helga]] en óveður tvístraði flotanum á leiðinni og skipið sem flutti Berengaríu og Jóhönnu Sikileyjardrottningu, systur Ríkharðs, hraktist til [[Kýpur]], þar sem stjórnandi eyjarinnar, [[Ísak Komnenos]], hafði þær í haldi. Ríkharður hertók eyjuna með hjálp ýmissa krossfara sem komið höfðu þangað frá Landinu helga, steypti Ísak Komnenos af stóli og frelsaði konurnar. Síðan var brúðkaup þeirra Berengaríu haldið í [[Limassol]] á Kýpur, [[12. maí]] [[1191]].
 
== Í Landinu helga ==
[[Mynd:Crusader States 1190.svg|thumb|right|Lönd krossfaranna árið 1190.]]
Síðan sigldu þau til AkraAkkó og þangað kom Ríkharður[[ 8. júní]]. Hann gekk í bandalag við [[Guy af Lusignan]], sem hafði komið honum til hjálpar á Kýpur og átti í deilum við [[Konráður af Montferrat|Konráð af Montferrat]] um hvor þeirra skyldi vera konungur [[Konungsríkið Jerúsalem|Jerúsalem]]. Ríkharður var veikur þegar þarna var komið sögu en barðist þó með mönnum sínum í umsátrinu um Akra, sem krossförum tókst að vinna. Í framhaldi af því gerðu þeir samkomulag við [[Saladín soldánn|Saladín soldán]] um að þeir héldu ströndinni og mættu fara í pílagrímsferðir til Jerúsalem.
 
Fljótlega eftir þetta lenti Ríkharður í deilum við [[Leópold 5., hertogi af Austurríki|Leópold 5.]], hertoga af [[Austurríki]], sem fór á burt í fússi með menn sína. Filippus 2. hvarf einnig á brott eftir deilur við Ríkharð. Ríkharður fór svo frá AkraAkkó en lét áður taka af lífi 2700 múslimska [[gísl]]a sem krossfarar höfðu tekið til að tryggja að Saladín héldi vopnahlésskilmála. Á fyrri helmingi [[1192]] var hann í [[Askalon]] og styrkti varnir borgarinnar. Hann vann nokkra sigra á her Saladíns en varð ekkert ágengt í sókninni til Jerúsalem.
 
Þegar KonráðKonráði af Montferrat tókst að fá sig kosinn konung Jerúsalem seldi Ríkharður keppinauti hans, Guy deaf Lusignan, eyna Kýpur. Nokkrum dögum síðar, [[28. apríl]] [[1192]], var Konráð drepinn af tilræðismönnum og átta dögum síðar var ólétt ekkja hans, [[Ísabella af Jerúsalem|Ísabella]], látin giftast [[Hinrik 2. af ChampagenChampagne|Hinrik 2.]] af Champagne, systursyni Ríkharðs. Sterkur grunur lá á um að Ríkharður hefði átt aðild að morðinu.
 
Ríkharður hafði þegar hér var komið sögu gert sér grein fyrir því að jafnvel þótt hann gæti unnið Jerúsalem tækist honum aldrei að halda borginni. Honum var líka farið að liggja á að komast heim því bæði Filippus og Jóhann bróðir hans notuðu fjarveru hans til að auka áhrif sín og seilast til landa. Hann gerði því samkomulag við Saladín en í því fólst meðal annars þriggja ára [[vopnahlé]]. Síðan sigldi hann heim á leið en Berengaría var farin áður. Hann lenti í illviðri og neyddist til að lenda á [[Korfú]], þar sem honum var illa tekið, enda hafði hann hrifsað til sín Kýpur, sem tilheyrt hafði [[Býsans]]ríkinu. Hann dulbjó sig sem musterisriddara og sigldi fáliðaður á brott en skipið fórst við botn [[Adríahafið|Adríahafsins]] og þeir þurftu að leggja í hættulegt ferðalag um Mið-Evrópu.