„Föstuboð Þorláks helga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Stafsetning.
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Þrjár neðanmálsgreinar.
Lína 1:
'''Föstuboð Þorláks helga''' var tilskipun eða [[statúta | boð]] [[Þorlákur helgi|Þorláks helga]] frá 1180 um [[föstuhald]] í [[Skálholt]]sbiskupsdæmi. Frá þeim segir í sögu hans: “Um daga Þorláks biskups var í lög leitt að halda heilagt Ambrosíusdag<ref>[http://www.katolsk.no/biografi/ambrosiu.htm Odden, séra Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge: Den hellige Ambrosius av Milano]. Skoðað 3. september 2010. Allt frá elleftu öld hefur messudagur Ambrósíusar í rómversku kirkjunni verið 7. desember.</ref> og Sessilíudag<ref>[http://www.katolsk.no/biografi/cecilia.htm Odden, séra Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge: Den hellige Cecilia av Roma]. Skoðað 3. september 2010. Sesseljumessa er 22. nóvember.</ref> og Agnesardag<ref>[http://www.katolsk.no/biografi/agnes.htm Odden, séra Per Einar @ Den Katolske Kirke i Norge: Den hellige Agnes av Roma]. Skoðað 3. september 2010. Hinn 21. janúar er algengasti messudagur Agnesar, en á fyrri tíð var einnig messað 28. janúar.</ref> og að fasta náttföstur fyrir postulamessur og Nikulásmessu. Hann bauð ríkt að halda frjádaga föstu, svo að engan skyldi tvímælt eta rúmhelgan, nema þann einn, er í páskaviku er. Hann hélt svo ríkt sjálfur frjádaga, að hann át alla þurrt, ef hann var heill, en hann var svo linur og hægur í því, þá er hann var sjúkur, að hann át hvítan mat á imbrudögum og frjádaga, ef hann var þess beðinn...”<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 15. kafli.</ref> Föstuboð Þorláks tóku til þeirra, sem voru á aldrinum 16-70 ára og voru heilir heilsu, og nokkru linara var boðið, ef fátækt fólk átti ekki viðeigandi föstumat. Þessi boð eru prentuð í ''Íslenzku fornbréfasafni''.<ref> [http://www.archive.org/details/diplomatariumisl01kaupuoft ''Íslenzkt fornbréfasafn I'', bls. 235-236, Kaupmannahöfn 1857-1876]. Skoðað 2. september 2010 (pdf 64 MB).</ref>
 
== Tilvísanir, skýringar ==
<references/>