Munur á milli breytinga „Jóhann Sörkvisson“

ekkert breytingarágrip
(Ný síða: thumb|right|Mynt slegin á ríksstjórnarárum Jóhanns. Jóhann Sörkvisson (120110. mars 1222) eða '''Jón Sörkvisson''' var konungu...)
 
[[Mynd:JohnISwedenCoin.jpg|thumb|right|Mynt slegin á ríksstjórnarárum Jóhanns.]]
[[Jóhann Sörkvisson]] ([[1201]] [[10. mars]] [[1222]]) eða '''Jón Sörkvisson''' var konungur [[Svíþjóð]]ar frá [[1216]] til dauðadags.
 
Jóhann var sonur [[Sörkvir yngri Karlsson|Sörkvis yngri]] Svíakonungs og [[Ingigerður Birgisdóttir|Ingigerðar]], dóttur [[Birgir Brosa|Birgis Brosa]] jarls. Hann var sjö ára þegar faðir hans var rekinn frá völdum og [[Eiríkur Knútsson]] tók við. Eiríkur dó svo óvænt úr hitasótt árið 1216. [[Ríkissa Valdimarsdóttir|Ríkissa]] drottning var þunguð og ól son nokkru eftir lát manns síns og var honum gefið nafnið [[Eiríkur hinn smámælti og halti|Eiríkur]]. Sænski aðallinn vildi þó ekki fá kornabarn á konungsstól og valdamiklir ættingjar Jóhanns í móðurætt studdu kosningu hans. Páfi, sem nokkrum árum fyrr hafði stutt Sörkvi yngri gegn Eiríki Knútssyni, lagðist nú á sveif með Eiríki hinum unga en úr varð að Jóhann var kosinn. Hann var þó ekki fullveðja sjálfur og var ekki krýndur fyrr en [[1219]]. Honum er svo lýst að hann hafi verið bernskur og afar mildur og góðviljaður.
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = Sv | titill = Johan Sverkersson | mánuðurskoðað = 1. september| árskoðað = 2010}}
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = John I of Sweden | mánuðurskoðað = 1. september| árskoðað = 2010}}
 
{{Töflubyrjun}}
50.763

breytingar