„Postulleg vígsluröð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Bætt við tengli.
MondalorBot (spjall | framlög)
m Robot Bæti við: la:Successio Apostolica; kosmetiske ændringer
Lína 4:
Þær kirkjur sem leggja áherslu á mikilvægi órofinnar vígsluraðar vitna meðal annars í ''Postulasöguna 14:23, Postulasöguna 20:28 og 2. Tímóteusarbréf 1:6'' <ref>Biblían, Reykjavík, 1981, ISBN 838253</ref> máli sínu til stuðnings.
 
[[Kaþólska kirkjan]], [[rétttrúnaðarkirkjan]], [[Austrænar rétttrúnaðarkirkjur|austrænu rétttrúnaðarkirkjurnar]], [[Nestoríanar|nestoríönsku kirkjurnar]] og [[enska biskupakirkjan]] leggja allar mikla áherslu á órofa vígsluröð biskupa allt aftur til postulanna. Flestar mótmælendakirkjur, að sænsku lútherstrúarkirkjunni undantekinni, leggja lítið upp úr þessari hefð <ref>http://mb-soft.com/believe/txo/apossucc.htm</ref>. Í guðfræði kaþólsku- og rétttrúnaðarkirkjanna er órofin vígsluröð í sjálfu sér álitin mjög mikilvæg vegna þess að Jesús lofaði að vera með postulum sínum og lærisveinum allt til enda veraldar <ref>[http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/683.html Trúfræðslurit kaþólsku kirkjunnar</ref>. Ef vígsluröðin er rofin verður þessu loforði ekki framfylgt. Það var [[Ireneus frá Lyon]] sem lagði fyrstur fram þessa kenningu á 2. öld í deilum við [[Gnostíkerar|gnostíkera]] sem héldu því fram að til væru postular í leynum sem þekktu til hinna sönnu og leyndu kenninga Krists.
 
Rómversk-kaþólska kirkjan er sú kirkjudeild sem hefur lagt mesta áherslu á hinn postullega arf og þá helgi sem fylgir með honum og jafnframt það túlkunar- og kennivald sem fellur í hlut erfingjans, það er [[Páfi|páfans]]. Kaþólska kirkjan telur hann vera beinan erfingja [[Pétur postuli|Péturs postula]] sem þeir telja hafa verið fyrsta biskupinn í [[Róm]]. [[Rétttrúnaðarkirkjan]] álítur sig hafa tekið við arfi frá [[Andrés (postuli)|postulanum Andrési]] og það sé [[patríarkinn í Konstantínópel]] sem tryggi vígsluhefðina. [[Koptíska kirkjan]] telur sig hafa órofa vígsluhefð allt aftur til [[Markús (postuli)|Markúsar]] sem skrifaði [[Markúsarguðspjallið]].
 
== Neðanmálsgreinar ==
Lína 36:
[[ja:使徒継承]]
[[ko:사도전승]]
[[la:Successio Apostolica]]
[[nl:Apostolische successie]]
[[no:Apostolisk suksesjon]]