„Jarteinabækur Þorláks helga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SigRagnarsson (spjall | framlög)
Ný síða: '''Jarteinabækur Þorláks helga''' geyma frásagnir af máttarverkum, sem svo voru álitin og þökkuð Guði fyrir árnaðarorð [[Þorlákur helgi | Þorláks biskups Þórhallssonar...
 
SigRagnarsson (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jarteinabækur Þorláks helga''' geyma frásagnir af [[kraftaverk | máttarverkum]], sem svo voru álitin og þökkuð Guði fyrir árnaðarorð [[Þorlákur helgi | Þorláks biskups Þórhallssonar]]. Þessar bækur urðu ekki færri en þrjár.
 
Eftir að áheit voru leyfð á Þorlák biskup 1198, fóru gjafir að berast til Skálholts og frásagnir af jarteinum. [[Páll Jónsson (biskup) | Páll Jónsson biskup]] lét skrá þetta skipulega á bók, sem var lesin í heyranda hljóði á Alþingi sumarið [[1199]].<ref>''Jarteinabók Þorláks biskups 1199'', 41. kafli.[http://helgisetur.wordpress.com/2010/08/20/41-maur-fr-heyrn-til-a-hlusta-essa-bk/]</ref> Í bókinni eru 46 frásagnir, sem allar eru úr biskupsdæminu og allar gerðust á undanfarandi einu ári. Margar þeirra eru beinlínis kallaðar jarteinir og þakkaðar Guði og hinum sæla Þorláki biskupi, en stundum er ekki sagt svo mikið. Nálægt fjórðungur af þessum frásögnum varðar búpening og búskap og meira en þriðjungur læknngu af mannanna meinum, fjórar snúa að ferjusiglingum, tvær að ölbruggun, tvisvar kemst fólk frá dukknun og nokkrar varða týnda hluti.