Munur á milli breytinga „Ríkharður ljónshjarta“

m
Lagfærði tengla.
m
m (Lagfærði tengla.)
Ríkharður var sonur [[Hinrik 2. Englandskonungur|Hinriks 2.]] Englandskonungs og [[Elinóra af Akvitaníu|Elinóru af Akvitaníu]]. Hann var fæddur í [[Oxford]] en lærði aldrei að tala ensku, fremur en raunar flestir aðrir konungar af [[Plantagenetætt]]. Foreldrar hans voru bæði frönsk og dvöldu langdvölum Frakklandsmegin við [[Ermarsund]]. Hann er talinn hafa fengið góða menntun. Ríkharður er sagður hafa verið ljósrauðhærður, fölur, hávaxinn og mjög myndarlegur. Hann sýndi snemma herkænsku og hæfileika til stjórnunar og var þekktur fyrir hugrekki og riddaramennsku.
 
Ríkharður átti eldri bróður, [[Hinrik ungi|Hinrik unga]], sem var krýndur meðkonungur föður þeira árið [[1170]]. Hann gat því ekki búist við að erfa ensku krúnuna en ráð var fyrir því gert að hann fengi Akvitaníu frá móður sinni. Þegar Ríkharður var tveggja ára var samið um að hann skyldi giftast einni af dætrum [[Ramón Berenguer 4.|Ramóns Berenguer 4.]], greifa af [[Barselóna]], en af því varð þó ekki. Nokkrum árum síðar var hann trúlofaður [[Alísa af Frakklandi|Alísu]], dóttur [[Loðvík 7. Frakkakonungur|Loðvíks 7.]] Frakkakonungs, sem áður hafði verið giftur móður hans. [[Margrét af Frakklandi, Ungverjalandsdrottning|Margrét]] systir hennar hafði trúlofast Hinriki unga nokkru fyrr. Alísa var send til Englands átta eða níu ára að aldri til að alast upp við hirð tengaföður síns tilvonandi.
 
== Átök við Hinrik 2. ==
 
Árið [[1183]] réðust Hinrik ungi og Geoffrey inn í Akvitaníu til að reyna að beygja Ríkharð undir sig. Hann tók harkalega á móti þótt sumir þegnar hans snerust á lið með innrásarmönnum. Hlé varð á átökunum sumarið 1183, þegar Hinrik ungi dó, en Hinrik 2. gaf brátt Jóhanni, yngsta syni sínum, heimild til að ráðast inn í Akvitaníu. Átökum milli feðganna linnti ekki þótt Ríkharður væri nú ríkisarfi. Til að styrkja stöðu sína gerði hann bandalag við Filippus 2. Samband þeirra vakti furðu margra og er stundum talið kveikjan að orðrómi um samkynhneigð Ríkharðs, en fleira kom þó til.
 
[[Mynd:Richard and Philip.jpg|thumb|right|Ríkharður og Filippus 2. Frakkakonungur]]
== Konungur Englands ==
[[Mynd:Richard and Philip.jpg|thumb|right|Ríkharður og Filippus 2. Frakkakonungur]]
Árið 1189 fóru þeir Ríkharður og Filippus í herför gegn Hinrik 2. og unnu sigur á her hans 4. júlí 1189. Hinrik féllst á að útnefna Ríkharð erfingja sinn. Tveimur dögum síðar dó hann og Ríkharður varð konungur Englands. Hann var krýndur í Westminster Abbey 3. september 1189. Samkvæmt einni heimild hafði hann lagt bann við því að konur og Gyðingar væru við krýningarathöfnina en nokkrir Gyðingar komu þó með gjafir handa konunginum. Hann lét fletta þá klæðum, húðstrýkja þá og varpa á dyr. Orðrómur komst á kreik um að hann hefði fyrirskipað að allir Gyðingar skyldu drepnir og upphófst þá fjöldamorð á Gyðingum í London. Önnur heimild segir aftur á móti að borgarbúar hafi átt upptök að morðunum og Ríkharður hafi refsað hinum seku.
 
 
== Hjónaband og arfleifð ==
Ríkharður og Berengaría voru barnlaus. Ríkharður sinnti ekkert um Berengaríu eftir að hann losnaði úr haldi keisarans en þegar [[Selestínus III]] páfi skipaði honum að viðlagðri bannfæringu að taka hana til sín og vera henni trúr hlýddi Ríkharður og fylgdi konu sinni til kirkju vikulega þaðan í frá. Annars virðist hann hafa lítið skipt sér af henni. Margt hefur verið ritað um [[kynhneigð]] Ríkharðs. Sagnfræðingurinn Jean Flori hefur gert rannsókn á verkum samtímahöfunda og segir að þeir hafi almennt talið Ríkharð [[samkynhneigð]]an og segir að tvær opinberar syndajátningar hans, [[1191]] og [[1195]], beri því vitni. Ekki eru þó allir sammála því áliti. Samtímaheimildir segja líka frá sambandi hans við konur og hann gekkst við einum óskilgetnum syni, Filippusi af Cognac. Flori telur hann því hafa verið [[tvíkynhneigð]]an.
 
Margt hefur verið ritað um [[kynhneigð]] Ríkharðs. Sagnfræðingurinn Jean Flori hefur gert rannsókn á verkum samtímahöfunda og segir að þeir hafi almennt talið Ríkharð [[samkynhneigð]]an og segir að tvær opinberar syndajátningar hans, [[1191]] og [[1195]], beri því vitni. Ekki eru þó allir sammála því áliti. Samtímaheimildir segja líka frá sambandi hans við konur og hann gekkst við einum óskilgetnum syni, Filippusi af Cognac. Flori telur hann því hafa verið [[tvíkynhneigð]]an.
 
Ríkharður hefur fengið góð eftirmæli í sögunni og mun betri an flestir sagnfræðingar telja um að hann eigi skilið. Steven Runciman segir í ''History of the Crusades'' að hann hafi verið „slæmur sonur, slæmur eiginmaður og slæmur konungur, en glæsilegur og frábær hermaður“. Þótt hann dveldist nær ekkert í Englandi og talaði nær enga ensku hafa Englendingar löngum litið á hann sem þjóðhetju og hann er einn þekktasti konungur Englands fyrr á öldum og einn örfárra eftir [[1066]] sem jafnan er einkenndur með viðurnefni en ekki tölustaf.