„Elinóra af Akvitaníu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LaaknorBot (spjall | framlög)
m robot Breyti: no:Eleonore av Aquitaine
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Elinóra var elst þriggja barna [[Vilhjálmur 10. af Akvitaníu|Vilhjálms 10.]], hertoga af Akvitaníu, og konu hans, Aenor de Châtellerault. Yngri bróðir hennar dó í bernsku og móðir þeirra um leið en systirin Petrónilla lifði. Hún átti líka tvo óskilgetna hálfbræður. Elinóra var erfingi föður síns en hertogadæmið Akvitanía var stærsta og auðugasta hérað Frakklands og hún var því besti kvenkostur landsins og þótt víðar væri leitað. Faðir hennar var sjálfur vel menntaður listunnandi og kappkostaði að veita dætrum sínum bestu fáanlega menntun. Elinóra talaði og skrifaði [[latína|latínu]], var vel að sér í tónlist og bókmenntum en einnig í reiðlist og veiðum. Hún er sögð hafa verið mjög vel gefin, lífsglöð, mannblendin og sterkur persónuleiki.
 
Árið 1137 lagði Vilhjálmur hertogi af stað í pílagrímsferð til [[Santiago de Compostela]] á Spáni og skildi dætur sínar eftir í umsjá erkibiskupsins í [[Bordeaux]]. En hann dó á leiðinni, [[9. apríl]] [[1137]], og varð Elinóra þá hertogaynja. Vilhjálmur fól í erfðaskrá sinni [[Loðvík 6.]] feitadigra Frakkakonungi forræði hennar og bað konung að finna henni hentugan eiginmann. Þar sem hætta var á að Elinóru yrði rænt og hún neydd til að giftast einhverjum sem vildi krækja í auð hennar fól hann förunautum sínum að leyna dauða sínum þar til konungurinn hefði verið látinn vita og Elinóra væri örugg.
 
== Drottning Frakklands ==
Loðvík feitidigri, sem sjálfur var fárveikur, var ekki seinn á sér að grípa tækifærið. Ríkisarfinn, [[Loðvík 7.|Loðvík]] sonur hans, var ókvæntur og innan fárra klukkustunda var hann lagður af stað til Bordeaux með fríðu föruneyti og þann [[25. júlí]] [[1137]] voru þau Elinóra gefin saman þar. Um leið varð Loðvík hertogi af Akvitaníu við hlið Eleónóru en þó var það skilyrði sett að hertogadæmið héldi sjálfstæði sínu þar til elsti sonur Elinóru hefði tekið við bæði hertogadæminu og frönsku krúnunni. Þann [[1. ágúst]] dó svo Loðvík feitidigri og Loðvík 7. varð konungur. Hann var þá 17 ára en Elinóra 15 ára.
[[Mynd:Louis vii and alienor.jpg|thumb|left|Vinstri helmingur myndarinnar sýnir brúðkaup Elinóru og Loðvíks; á þeim hægri sést Loðvík leggja af stað í krossferðina.]]
Ungu konungshjónin áttu ekki vel saman. Loðvík var vel menntaður en strangtrúaður og siðavandur, enda hafði honum verið fyrirhugaður frami innan kirkjunnar, þar til eldri bróðir hans dó óvænt. Elinóra á einhvern tíma að hafa sagt: „Ég hélt að ég hefði gifst konungi en ég giftist munki.“ Elinór var ekki vinsæl við hirðina, þótti léttúðug og ekki nægilega alvörugefin.