„Rúnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m →‎Orðsifjar: remove highly speculative idiosyncratic image table
Lína 49:
Tvær af merkustu rúnaristum á Íslandi eru frá 12. öld og um 1200 og sýna þær að rúnir voru notaðar á hversdagshluti og kirkjuskraut eins og annarsstaðar á Norðurlöndum. Er annað tréreka sem fannst í [[mógröf]] í [[Skorradalur|Skorradal]] 1933 og hitt [[Valþjófsstaðahurðin|kirkjuhurðin frá Valþjófsstað]]. Á rekunna er rist „'''boattiatmik ' inkialt=r ' kærþi'''“ það er „''Páll lét mik, Ingjaldr gerði''“ (Páll lét mig (gera) Ingjaldur gerði (mig)).<ref>Þórgunnur Snædal, Rúnaristur á Íslandi, ''Árbók Hins íslenzka fornleifafélags'', 96 árgangur, 2000-2001, blaðsíða 40.</ref> Rekan er í einu stykki og gerð úr [[Fura|furu]], gæti verið norsk að uppruna. Á kirkjuhurðinni frá Valþjófsstað má sjá myndskurð sem sýnir atriði úr þekktri miðaldasögu um franskan riddara og ljón hans sem var honum svo fylgispakt að það lagðist á gröf hans og veslaðist upp af sorg. Á efri kringlunni er ljónið á gröf riddarans og rúnaletur þar sem stendur: „... '''rikia kYnYng × her grapin × er ua dreka þænna'''“, það er „.. ''ríkja konung hér grafinn er vá dreka þenna''.“
 
Miðaldarúnaröðin hefur verið notuð í nánast öllum þeim rúnaristum sem fundist hafa á Íslandi. Í henni voru 26 tákn og voru mörg afbrigði af einstaka rúnum notuð á Íslandi. Eitt rúnatákn hefur einungis fundist á rúnaristum á Íslandi og á Grænlandi og annað hefur einungis fundist á Íslandi. Rúnir hafa víða fundist á Íslandi, til dæmis í [[Bjarnarhellir|Bjarnarhelli]] við [[Hítarvatn|Hítarvatn á Mýrum]].<ref>[http://www.arild-hauge.com/islandruner.htm ISLANDSKE RUNER]</ref>
 
==Rúnir á Grænlandi==