„Kirkjubæjarklaustur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Chmee2 (spjall | framlög)
m {{Commons|Category:Kirkjubæjarklaustur}}
SigRagnarsson (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Kirkjubæjarklaustur''' eða '''Klaustur''' er [[sveitaþorp]] í [[Skaftárhreppur|Skaftárhreppi]]. Þar voru 114 íbúar 1. desember 2008. Á Kirkubæjarklaustri var áður nunnu[[klaustur]] og síðan stórbýli.
 
Kirkjubæjarklaustur hét upphaflega Kirkjubær á [[Síða|Síðu]]. Bærinn var landnámsjörð og bjó þar [[Ketill fíflski]], sonur Jórunnar mannvitsbrekku, dóttur [[Ketill flatnefur|Ketils flatnefs]]. Hann var kristinn, en í Landnámu segir að áður hafi þar búið [[papar]] og heiðnir menn hafi ekki mátt búa á Kirkjubæ. Ekki er þess getið að Ketill hafi reist sér kirkju en þó kann svo að vera og hefur það þá líklega verið fyrsta kirkja á Íslandi. [[Þorlákur helgi]] dvaldist sex vetur á þessum stað á árunum 1162-1168.
 
[[Kirkjubæjarklaustur (klaustur)|Nunnuklaustur]] af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ [[1186]] og var þar til [[siðaskiptin á Íslandi|siðaskipta]] [[1542]]. Á [[Sturlungaöld]] var [[Ögmundur Helgason]] staðarhaldari í Kirkjubæ en var gerður héraðsrækur eftir að hann lét taka [[Sæmundur Ormsson|Sæmund]] og Guðmund Ormssyni af lífi skammt frá Kirkjubæ 1252.