„Sigurður Jórsalafari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Átján ára að aldri hélt Sigurður af stað til Jórsala ([[Jerúsalem]]) í [[pílagrímsferð|pílagríms]]- og herför sem stóð í þrjú ár. Undirbúningurinn tók langan tíma því siglt var af stað á 60 [[langskip]]um og voru 100 menn á hverju. Fyrst var siglt til [[England]]s þar sem liðið hafði vetursetu og síðan var siglt áfram suður með [[Frakkland]]sströnd og [[Spánn|Spáni]] og komið við í [[Santiago de Compostela]]. Þegar sunnar dró með strönd [[Portúgal]]s og síðan Spánar var komið í ríki [[Márar|Mára]] og þar gerðu Norðmennirnir víða strandhögg, réðust meðal annars á [[Lissabon]] og fleiri bæi og hertóku þá.
 
Vorið [[1110]] komst liðið um [[Gíbraltarsund]] inn á [[Miðjarðarhaf]] þar sem barist var við Mára og sjóræningja og í leiðinni voru eyjarnar [[Ibiza]], [[Menorka]] og [[Formentera]] herteknar (→ [[Múbassir ibn Súlæman ‘Ríkiskappi’]] eða Nasser ad-Dála -al-Nāṣir ad-Dawlah-). Um sumarið var komið við á [[Sikiley]] og snemma um haustið komust Sigurður og menn hans til [[Landið helga|Landsins helga]]. Þar heimsóttu þeir Jerúsalem og aðra helga staði, böðuðu sig í ánni [[Jórdan]] og fengu flís úr krossi Krists. Jerúsalem var á þessum tíma undir yfirráðum kristinna manna en Norðmennirnir aðstoðuðu Baldvin Jórsalakonung við að ráðast á borgina [[Sídon]] í [[Líbanon]] og hertaka hana. Í ársbyrjun [[1111]] lagði liðið af stað heim og kom við í [[Mikligarður|Miklagarði]] hjá Alexiosi keisara. Síðan var haldið heim landleiðina yfir [[Rússland]]. Sagt er að aðeins 100 menn af þeim 6000 sem lögðu af stað í leiðangurinn hafi snúið aftur með Sigurði; hinir höfðu flestir fallið í orrustum eða dáið á leiðinni en allmargir urðu eftir í Miklagarði og gengu í sveit [[Væringjar|Væringja]].
 
Sigurður gat sér frægð með Jórsalaförinni en þó stóð hann í skugga Eysteins bróður síns meðan hann lifði; þeir voru ólíkir, Eysteinn klókur og vel máli farinn, glæsimenni og vinsæll, Sigurður hraustmenni en ekki fríður, fámáll og þurr á manninn, tryggur vinum sínum en fáskiptinn. Því var ákveðin togstreita á milli þeirra en þeir komust hjá átökum með því að skiptast á að dvelja í suður- og norðurhluta ríkisins.