„Sörkvir eldri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Breyti: en:Sverker I of Sweden
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Sörkvir eldri''' (d. [[25. desember]] [[1156]]) var konungur í [[Svíþjóð]] frá því um 1130 og til dauðadags. Hann var ættfaðir [[Sörkvisætt]]ar. Hann var auðugur höfðingi frá [[Austur-Gautland]]i og hét faðir hans Kolur samkvæmt [[Skáldatal]]i. Hann var hylltur sem konungur skömmu eftir 1130 og vann síðan [[Vestur-Gautland]] af [[Magnús sterki|Magnúsi sterka]], syni [[Níels Danakonungur|Níelsar Danakonungs]].
 
Sörkvir var konungur í um 26 ár en fátt er þó vitað um hann. Samkvæmt rússneskum heimildum urðu átök á milli Svía og [[NovgorodGarðaríki]]-ríkiss [[1142]] en þá hafði friður ríkt þar á milli í heila öld. Sörkvir styrkti ríki sitt og völd með giftingum. Fyrri kona hans var [[Úlfhildur Hákonardóttir]], ekkja [[Ingi hinn yngri|Inga yngri]], sem var konungur Svíþjóðar 1110-1125. Hún var af norskri höfðingjaætt og styrkti Sörkvir því bæði tengsli við Noreg og við ætt Inga konungs. Raunar hafði hún í millitíðinni verið gift Níels Danakonungi en sagði skilið við hann. Seinna giftist Sörkvir [[Ríkissa af Póllandi|Ríkissu af Póllandi]], sem áður hafði verið gift Magnúsi sterka og síðan Volodar fursta af Minsk.
 
Sörkvir er sagður hafa átt í stríði við [[Sveinn Eiríksson Grathe|Svein Eiríksson]] Danakonung upp úr 1150. [[Knútur Magnússon|Knútur]] stjúpsonur hans, sonur Ríkissu og Magnúsar sterka, var meðkonungur Sveins, sem lét svo drepa hann [[1157]]. Þá hafði Sörkvir sjálfur verið drepinn en það gerðist á jóladag 1156, þegar hann var að fara til morgunmessu. Morðinginn var hestasveinn hans. Grunur lék á [[Magnús Hinriksson]] stæði að baki morðinu, en hann gerði kröfu til krúnunnar sem dóttursonur Inga hins yngri. Það var þó [[Eiríkur helgi]] sem varð konungur eftir Sörkvi en Magnús lét drepa hann nokkrum árum síðar og varð sjálfur konungur skamma hríð.