Munur á milli breytinga „Einar Vilhjálmsson“

m
aðgreining - húsavík
m (aðgreining - húsavík)
Einar stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og setti bandarískt háskólameistaramótsmet, 89,98 m, árið [[1983]] í [[Houston]] í [[Texas]] og bandarískt háskólamet, 92,42 m (303,2 fet), á [[Teras Relays]] [[1984]]. Þar sló hann elsta frjálsíþróttamet NCAA á þeim tíma, sem sagt hafði verið að yrði aldrei slegið, 300 feta kast Mark Muro frá [[Tennessee]].
 
Hann setti Norðurlandamet, 82,78 m, á [[Landsmót UMFÍ|Landsmóti UMFÍ]] á [[húsavík (Skjálfanda)|Húsavík]] árið [[1987]] og Evrópumeistaramótsmet, 85,48 m, árið [[1990]] í [[Split]] í þáverandi [[Júgóslavía|Júgóslavíu]]. Einar vann landskeppni Norðurlandanna og Bandaríkjanna árið 1983 og lagði þar heimsmethafann [[Tom Petranoff]] í annað sinn. Hann var valinn í úrvalslið Evrópu til keppni í heimsbikarkeppni árið [[1985]] og leiddi fyrstu Grand Prix stigakeppni IAAF ( í dag nefnd [[Gullmótaröð IAAF]]) sama ár frá fyrsta móti í [[Kalifornía|Kaliforníu]] í maí allt til ágústmánaðar og eru þá allar frjálsíþróttagreinar meðtaldar.
 
Hann sigraði á heimsleikunum í [[Helsinki]] árið [[1988]] en það mót er sterkasta spjótkastskeppni heims sem haldin er árlega. Einar vann til yfir 10 gullverðlauna á Grand Prix stórmótaröðum IAAF og fjölda silfur og bronsverðlauna á árunum 1985, 1987, 1989 og 1991 en mótaröðin er haldin annað hvert ár í öllum greinum. Keppnisferill Einars spannar um 220 mót í um 22 löndum og hafnaði hann á verðlaunapalli á um 200 þeirra.