„Sumarólympíuleikarnir 1948“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 37:
* [[Image:Sailing pictogram.svg|20px]] [[Siglingar]] 5)
{{col-end}}
 
== Þátttaka Íslendinga á leikunum ==
 
[[Ísland|Íslendingar]] sendu stóran hóp til keppni á leikunum í Lundúnum. Tólf [[frjálsar íþróttir|frjálsíþróttamenn]] og átta keppendur í [[sund (hreyfing)|sundi]], þar af þrjár konur. Til tals kom að senda lið [[knattspyrna|knattspyrnumanna]] en til þess kom ekki vegna ágreinings innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Þess í stað voru fjórir knattspyrnumenn sendir utan til að fylgjast með keppninni og læra af henni.
 
Íslenskt íþróttalíf var í talsverðum blóma um þessar mundir og voru sumir bestu frjálsíþróttamenn landsins í fremstu röð. Bestum árangri Íslendinga náði [[Örn Clausen]] sem varð tólfti í [[tugþraut]] af 35 keppendum. Örn var aðeins nítján ára og hafði ekki keppt áður í tugþrautinni. Tvíburabróðir hans [[Haukur Clausen|Haukur]] varð þrettándi í 100 metra hlaupi og í kringum tuttugasta sætið í 200 metrunum. Þá varð Óskar Jónsson fimmtándi í 800 metra hlaupi á nýju [[íslandsmet|Íslandsmeti]].
 
Í sundkeppninni komst Sigurður Þ. Jónsson í undanúrslit í 200 metra [[bringusund|bringusundi]] og hafnaði í fjórtánda sæti. Var það besti árangur íslenskra sundmanna í Lundúnum.
 
== Verðlaunaskipting eftir löndum ==