„Sumarólympíuleikarnir 1948“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Sumarólympíuleikarnir 1948''' voru haldnir í Lundúnum í Bretlandi frá 29. júlí til 14. ágúst. == Keppnisgreinar == Keppt var í 136 greinum...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:The_old_Wembley_Stadium.jpg‎|thumb|right|[[Wembley-leikvangur|Wembley]] var aðalíþróttavöllur Ólympíuleikanna 1948.]] '''Sumarólympíuleikarnir 1948''' voru haldnir í [[London|Lundúnum]] í [[Bretland|Bretlandi]] frá [[29. júlí]] til [[14. ágúst]]. Leikarnir báru þess merki hversu skammt var frá lokum [[síðari heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinanr]]. Ekki voru reist ný mannvirki, heldur notast við leikvanga sem fyrir voru. Aðstaða íþróttamanna var fábrotin og tóku sum keppnislið með sér vistir að heiman vegna [[skömmtun|matarskömmtunar]].
 
== Aðdragandi og skipulagning ==
 
Árið 1939 hafði verið ákveðið að [[Sumarólympíuleikarnir 1944|Ólympíuleikarnir 1944]] færu fram í Lundúnum. Þeir féllu þó niður vegna stríðsins. Miklar efasemdir voru um að Bretar hefðu burði til að halda leikanna 1948 vegna eyðileggingar stríðsins og vildu ýmsir að Bandaríkjamönnum yrði falin framkvæmd þeirra. [[Georg 6.]] lagði hins vegar mikla áherslu á að leikarnir yrðu haldnir samkvæmt áætlun og taldi það mikilvægt til að þjóðin rétti úr kútnum.
 
Það var ekki fyrr en í mars 1946 að Alþjóðaólympíunefndin ákvað að Lundúnir skyldu hýsa leikana. Aðrar borgir sem sóttust eftir upphefðinni voru [[Baltimore]], [[Minneapolis]], [[Los Angeles]], [[Fíladelfía]] og [[Lausanne]] í [[Sviss]]. Hinn skammi undirbúningstími og erfiðleikar í kjölfar stríðsins hafði talsverð áhrif á framkvæmd mótsins. [[Þýskaland]] og [[Japan]] fengu ekki að keppa á þessum Ólympíuleikum vegna styrjaldarinnar og [[Sovétríkin]] afþökkuðu boð um þátttöku.
 
Ákveðið var að tendra [[Ólympíueldurinn|Ólympíueldinn]] í [[Ólympía|Ólympíu]] í [[Grikkland|Grikklandi]] líkt og gert hafði verið í [[Sumarólympíuleikarnir 1936|Berlín tólf árum fyrr]] og hlaupa með hann á keppnisstaðinn. Hefur þessi hefð haldist upp frá því í tengslum við leikana.
 
== Keppnisgreinar ==