„Ríkharður ljónshjarta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
 
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Ríkharður var sonur [[Hinrik 2. Englandskonungur|Hinriks 2.]] Englandskonungs og [[Elinóra af Akvitaníu|Elinóru af Akvitaníu]]. Hann var fæddur í [[Oxford]] en lærði aldrei að tala ensku, fremur en raunar flestir aðrir konungar af [[Plantagenetætt]]. Foreldrar hans voru bæði frönsk og dvöldu langdvölum Frakklandsmegin við [[Ermarsund]]. Hann er talinn hafa fengið góða menntun. Ríkharður er sagður hafa verið ljósrauðhærður, fölur, hávaxinn og mjög myndarlegur. Hann sýndi snemma herkænsku og hæfileika til stjórnunar og var þekktur fyrir hugrekki og riddaramennsku.
 
Ríkharður átti eldri bróður, [[Hinrik ungi|Hinrik unga]], sem var krýndur meðkonungur föður þeira árið [[1170]]. Hann gat því ekki búist við að erfa ensku krúnuna en ráð var fyrir því gert að hann fengi Akvitaníu frá móður sinni. Þegar Ríkharður var tveggja ára var samið um að hann skyldi giftast einni af dætrum [[Ramón Berenguer 4.|Ramóns Berenguer 4.]], greifa af [[Barselóna]], en af því varð þó ekki. Nokkrum árum síðar var hann trúlofaður [[Alísa af Frakklandi|Alísu]], dóttur [[Loðvík 7.|Loðvíks 7.]] Frakkakonungs, sem áður hafði verið giftur móður hans. [[Margrét af Frakklandi, Ungverjalandsdrottning|Margrét]] systir hennar hafði trúlofast Hinriki unga nokkru fyrr. Alísa var send til Englands átta eða níu ára að aldri til að alast upp við hirð tengaföður síns tilvonandi.
 
== Átök við Hinrik 2. ==
Lína 27:
Ríkharður og Filippus komu til [[Sikiley]]jar í september 1190. [[Vilhjálmur 2. Sikileyjarkonungur|Vilhjálmur 2.]] Sikileyjarkonungur var þá nýlega látinn og frændi hans, [[Tancred Sikileyjarkonungur|Tancred]] af Lecce, hafði hrifsað völdin og fangelsað ekkju Vilhjálms, [[Jóhanna Sikileyjardrottning|Jóhönnu]] drottningu, sem var systir Ríkharðs. Ríkharður fékk hana látna lausa en fékk ekki arf sem hún átti rétt á afhentan. Ríkharður brást reiður við, réðist á [[Messína]] og lagði borgina undir sig. Tancred gafst þó ekki upp fyrr en í mars [[1191]] og gerðu þeir þá samning sem fól í sér að Jóhanna fékk peningagreiðslu í stað lands sem hún hafði átt að erfa. Ríkharður útnefndi [[Arthúr hertogi af Bretagne|Arthúr]] hertoga af Bretagne, son Geoffreys bróður síns, sem erfingja sinn og Tancred hét að gifta honum eina af dætrum sínum.
 
Þeir Rikharður og Filippus dvöldu áfram á Sikiley um hríð en við það fór spenna á milli þeirra vaxandi. Að lokum ákváðu þeir að setjast niður og ræða ágreining sinn og tókst þá með þeim samkomulag sem fól meðal annars í sér að trúlofun Ríkharðs og Alísu var slitið en þá var 3121 ár síðan hún var ákveðin. Raunar var Ríkharður þá þegar heitbundinn [[Berengaría af Navarra|Berengaríu]] af [[Navarra]] og hún var kominn til hans á Sikiley.
 
Ríkharður sigldi svo frá Messína áleiðis til [[Akra]] í [[Landið helga|Landinu helga]] en óveður tvístraði flotanum á leiðinni og skipið sem flutti Berengaríu og Jóhönnu Sikileyjardrottningu, systur Ríkharðs, hraktist til [[Kýpur]], þar sem stjórnandi eyjarinnar, [[Ísak Komnenos]], hafði þær í haldi. Ríkharður hertók eyjuna með hjálp ýmissa krossfara sem komið höfðu þangað frá Landinu helga, steypti Ísak Komnenos af stóli og frelsaði konurnar. Síðan var brúðkaup þeirra Berengaríu haldið í [[Limassol]] á Kýpur, [[12. maí]] [[1191]].