„Sóknargjald“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
upphaf af sögukafla
Lína 1:
'''Sóknargjöld''' nefnast fjárframlög sem að [[Ísland|íslenska]] ríkið útdeilir af innheimtum [[Tekjuskattur|tekjuskatti]] til [[Þjóðkirkja Íslands|Þjóðkirkjusafnaða]] og skráðra [[trúfélag]]a. Gjaldið er greitt fyrir hvern einstakling sem náð hefur 16 ára aldri 31. desember árið fyrir gjaldár og er ráðstafað í samræmi við skráningu þeirra í [[Trúfélag|trúfélög]] 1. desember árið fyrir gjaldár. Fyrir þá einstaklinga sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna rennur gjaldið til safnaðar viðkomandi miðað við [[lögheimili]], til annarra trúfélaga fyrir meðlimi þeirra.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987091.html|titill=lög nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl.}}</ref> Ekkert gjald er greitt vegna einstaklinga sem standa utan trúfélaga eða tilheyra óskráðum trúfélögum. Áður greiddi ríkið sóknargjöld vegna þessara einstaklinga til [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] en með lagabreytingu árið 2009 var það fyrirkomulag afnumið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.070.html|titill=24. gr. laga nr. 70/2009 um ráðstafanir í ríkisfjármálum}}</ref>
 
== Saga ==
Ekkert gjald er greitt vegna einstaklinga sem standa utan trúfélaga eða tilheyra óskráðum trúfélögum. Áður greiddi ríkið sóknargjöld vegna þessara einstaklinga til [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] en með lagabreytingu árið 2009 var það fyrirkomulag afnumið.
Sóknargjöld voru fyrst innleidd á Íslandi með lögum nr. 40/1909 en með sömu lögum var [[tíund]] afnumin ásamt með ýmsum öðrum gjöldum sem runnið höfðu til kirkjunnar. Sóknargjald var tvískipt og fólst annarsvegar í prestsgjaldi sem nam 1 krónu og 50 aurum árlega og hinsvegar kirkjugjaldi sem nam 75 aurum árlega. Gjöldin áttu allir yfir 15 ára aldri að greiða, óháð kyni eða stöðu og kom það í hlut sóknarnefnda að innheimta það. Undanþegnir frá framangreindum gjöldum voru þeir sem tilheyrðu öðrum kirkjufélögum utan þjóðkirkjunnar, sem höfðu fengið konunglega staðfestingu, enda næmu framlög hvers safnaðarmeðlims eldri en 15 ára að minnsta kosti 2 krónum og 25 aurum árlega. Ekki var í lögunum gert ráð fyrir að einstaklingar utan trúfélaga væru undanþegnir greiðslu sóknargjalda.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.heradsskjalasafn.is/images/stories/log_um_soknargjold_nr._40_30._juli_1909.pdf|titill=Lög nr. 40/1909 um sóknargjöld|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2010|snið=pdf}}</ref>
 
[http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987091.html Lög nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl.] eru grundvöllurinn undir útdeilingu sóknargjalda en þau eru nánari útlistun á fyrirmælum 64. greinar [[Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands|stjórnarskrárinnar]] þar sem segir m.a.:
*''Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.''
*''Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.''
 
== Upphæðir ==
Lína 13 ⟶ 10:
 
== Heimildir ==
<references/>
 
* {{Vefheimild|url=http://www2.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/swdocument/1003147/%C3%81rb%C3%B3k+2002.pdf|titill=Árbók Háskóla Íslands 2002|mánuðurskoðað=29. desember|árskoðað=2005|snið=pdf}}
* {{Vefheimild|url=http://hamar.stjr.is/fjarlagavefur-hluti-ii/fjarreiduyfirlit/seryfirlit/2006/3_seryfirlit-5.htm|titill=Fjárlög 2006 - lögbundin framlög 2006 (sóknargjöld til trúfélaga og framlagið í háskólasjóð er aðskilið þarna en lagt saman í greininni)|mánuðurskoðað=29. desember|árskoðað=2005}}