„Geimur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
stytti málsgreinum massa alheims
Thvj (spjall | framlög)
Lína 7:
 
== Mörk geimsins ==
Mörk geimsins eru skilgreiningaratriði; lofthjúpar reikistjarna enda ekki snögglega heldur þynnast smátt og smátt eftir því sem ofar dregur. [[Loftþrýstingur]]inn við [[gufuhvolfið|lofthjúp jarðar]] í 100 km hæð er um 1 [[paskal|Pa]]. Þar eru dregin viðmiðunarmörk sem nefnd er ''[[Kármán-línan]]''. Þegar farið er framhjá henni verður erfitt að mæla loftþrýsting vegna áhrifa [[geislaþrýstingur|geislaþrýstings]] frá sólinni og [[vindþrýstingur|vindþrýstings]] [[sólarvindur|sólarvinda]].
 
Alþjóðastofnunin [[Fédération Aéronautique Internationale]], sem skilgreinir staðla sem varða íþróttir í háloftunum, miðar við að geimurinn hefjist við Kármán-línuna, í 100 km hæð yfir yfirborði jarðar.<ref>[http://www.fai.org/node/22 100 km Boundary for Astronautics | Fédération Aéronautique Internationale - FAI]</ref> Í [[BNA|Bandaríkjunum]] teljast þeir hins vegar [[geimfari|geimfarar]] sem ferðast í yfir 50 [[míla|mílna]] hæð (um 80 km).<ref>[http://www.nasa.gov/centers/dryden/news/X-Press/stories/2005/102105_Wings.html A long-overdue tribute], frétt á vef Geimferðastofnunar Bandaríkjanna 21. október 2005</ref> [[Geimferðastofnun Bandaríkjanna]] miðar endurkomumörk geimferða við 76 mílur (122 km) þar sem lofthjúps[[dragi]]nn byrjar að vera áberandi.