„Elinóra af Akvitaníu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Lagfærði tengla.
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 20:
== Drottning Englands ==
[[Mynd:Eleonora Jindra2.jpg|thumb|right|Elinóra og Hinrik 2.]]
Elinóra var 32 ára, miðaldra á þeirra tíma mælikvarða, en enn glæsileg kona og hún var á ný orðin einn álitlegasti kvenkostur Vestur-Evrópu. Hún hélt heim til [[Poitiers]] en á leiðinni reyndu tveir aðalsmenn, [[Teóbald 5. af Blois|Teóbald 5.]], greifi af Blois (sem seinna giftist Alix dóttur Elinóru(), og Geoffrey greifi af Nantes (18 ára bróðir Hinriks hertoga af [[Normandí]]) að ræna henni í þeim tilgangi að giftast henni og krækja þar með í eignir hennar. Báðar tilraunirnar mistókust en [[18. maí]] [[1152]], sex vikum eftir að ógilding hjónabandshjónaband Elinóru og Loðvíks gekk ívar gildiógilt, giftist hún [[Hinrik 2. Englandskonungur|Hinrik]] hertoga af Normandí. Hann var um 11 árum yngri en hún og skyldari henni en Loðvík hafði verið. Áður hafði komið til greina að Hinrik giftist Maríu, eldri dóttur Elinóru, en það var þá ekki talið koma til greina vegna skyldleika þeirra; hins vegar sagði enginn neitt þegar hann giftist móður hennar, sem var þó skyldari honum.
 
Hinrik varð konungur Englands [[25. október]] [[1154]] og Elinóra drottning. Þau eignuðust saman fjóra syni og þrjár dætur sem lifðu til fullorðinsára. Hjónabandið var sagt mjög stormasamt. Hinrik var kvennabósi og átti hjákonur og nokkur börn með þeim en þekktust ástkvenna var Rosamund Clifford eða Rósamunda fagra. Þegar Rosamund dó fóru af stað miklar sögur um að Elinóra hefði byrlað henni eitur en enginn fótur er talinn vera fyrir þeim.
 
Í desember [[1167]], ári eftir fæðingu yngsta barnsins, Jóhanns, hélt Elinóra til Akvitaníu og bjó um sig í Poitiers, þar sem hún og María dóttir hennar höfðu um sig [[Ástarhirðin]]a svonefndu, miðstöð [[riddaramennska|riddaramennsku]] og [[rómantík]]ur, umkringdar [[trúbador]]um og listamönnum. Margar sagnir spunnust um Ástarhirðina en í raun er fátt vitað um hana og jafnvel hefur verið dregið í efa að hún hafi í raun verið til.
 
Í mars 1173 efndi [[Hinrik ungi]], elsti sonur Elinóru og Hinriks, til uppreisnar gegn föður sínum. Yngri bræður hans, Ríkharður og [[Geoffrey Plantagenet|Geoffrey]], höfðu verið hjá móður sinni í Akvitaníu og nú sendi hún þá til að leggja bróður sínum lið gegn föðurnum og hvatti aðalsmenn í Akvitaníu til að styðja þá. Sjálf fór hún á eftir en menn konungs náðu henni á liðinni og sendu hana til Hinriks 2. sem staddur var í [[Rouen]]. Allt næsta ár vissi enginn hvar drottningin var en á meðan braut Hinrik mótspyrnu sonanna á bak aftur. Elinóra var svo flutt til Englands og höfð í [[stofufangelsi]] næstu fimmtán árin, eða meðan Hinrik lifði. Hún fékk þó stundum að koma aftur til hirðarinnar, til dæmis um jólin. Hún sá syni sína sjaldan.
Lína 31:
Hinrik ungi dó [[1183]] og var það Elinóru mikið áfall en hún hélt þó enn meira upp á Ríkharð, sem hafði aðsetur í Akvitaníu. Um sama leyti fékk hún aukið frelsi og ferðaðist stundum með manni sínum en var þó alltaf undir eftirliti. Hinrik dó [[6. júlí]] [[1189]] og Ríkharður tók við krúnunni. Eitt fyrsta verk hans var að senda skipun til Englands um að sleppa Elinóru úr haldi en gæslumenn hennar höfðu þá þegar gefið henni frelsi. Hún hélt til [[London]] og tók við stjórn ríkisins þar til Ríkharður kom til landsins. Fáeinum mánuðum síðar hélt Ríkharður af stað í [[Þriðja krossferðin|Þriðju krossferðina]] og gerði móður sína að ríkisstjóra. Þegar hann var á heimleið [[1192]] handsamaði Leópold hertogi af Austurríki hann og seldi hann síðar í hendur Hinriks 6. keisara. Elinóra fór til Þýskalands og samdi um lausn hans gegn geysiháu gjaldi en henni tókst að afla peninganna með þungum skattaálögum og gat keypt Ríkharð lausan [[1194]].
 
Ríkharður varð fyrir [[ör]]varskoti þegar hann sat um kastala uppreisnarmanna í Frakklandi og dó úr [[blóðeitrun]] [[6. apríl]] [[1199]] í örmum móður sinnar. Jóhann landlausi bróðir hans tók við konungdæminu. Hann gerði friðarsamning við [[Filippus 2.]] Frakkakonung og í honum fólst meðal annars að [[Loðvík]], krónprins Frakklands, skyldi giftast einni af dætrum [[Elinóra Kastilíudrottning|Elinóru]] drottningu af Kastilíu, systur Jóhanns. Konungur sendi Elinóru móður sína, 77 ára gamla til [[Kastilía|Kastilíu]] til að velja úr prinsessunum. Hún var handsömuð á leiðinni af einum af fjandmönnum [[Plantagenetætt]]ar en tókst að fá sig lausa og komast alla leið til Kastilíu. Þar valdi hún [[Blanka af Kastilíu|Blönku]], ellefu ára dótturdóttur sína, sem brúði franska prinsins og hélt síðan með hana til baka yfir [[Pýreneafjöll]]in en komst ekki lengra en til Bordeaux, þar var hún orðin örmagna og fékk erkibiskupinn í Bordeaux til að fylgja Blönku á leiðarenda. Sjálf hélt hún í Fontevraud-klaustur í [[Loiredalur|Loiredalnum]] og dvaldist þar við fremur bága heilsu.
 
== Ævilok ==