„Elinóra af Akvitaníu“: Munur á milli breytinga

m
Smáviðbót.
Ekkert breytingarágrip
m (Smáviðbót.)
 
== Drottning Frakklands ==
[[Mynd:Louis vii and alienor.jpg|thumb|left|Vinstri helmingur myndarinnar sýnir brúðkaup Loðvíks; á þeim hægri sést Loðvík leggja af stað í krossferðina.]]
Loðvík feiti, sem sjálfur var fárveikur, var ekki seinn á sér að grípa tækifærið. Ríkisarfinn, [[Loðvík 7.|Loðvík]] sonur hans, var ókvæntur og innan fárra klukkustunda var hann lagður af stað til Bordeaux með fríðu föruneyti og þann [[25. júlí]] [[1137]] voru þau Elinóra gefin saman þar. Um leið varð Loðvík hertogi af Akvitaníu við hlið Eleónóru en þó var það skilyrði sett að hertogadæmið héldi sjálfstæði sínu þar til elsti sonur Elinóru hefði tekið við bæði hertogadæminu og frönsku krúnunni. Þann [[1. ágúst]] dó svo Loðvík feiti og Loðvík 7. varð konungur. Hann var þá 17 ára en Elinóra 15 ára.
[[Mynd:Louis vii and alienor.jpg|thumb|left|Vinstri helmingur myndarinnar sýnir brúðkaup Elinóru og Loðvíks; á þeim hægri sést Loðvík leggja af stað í krossferðina.]]
 
Ungu konungshjónin áttu ekki vel saman. Loðvík var vel menntaður en strangtrúaður og siðavandur, enda hafði honum verið fyrirhugaður frami innan kirkjunnar, þar til eldri bróðir hans dó óvænt. Elinóra á einhvern tíma að hafa sagt: „Ég hélt að ég hefði gifst konungi en ég giftist munki.“ Elinór var ekki vinsæl við hirðina, þótti léttúðug og ekki nægilega alvörugefin.
 
 
== Drottning Englands ==
[[Mynd:Eleonora Jindra2.jpg|thumb|leftright|Elinóra og Hinrik 2.]]
Elinóra var 32 ára, miðaldra á þeirra tíma mælikvarða, en enn glæsileg kona og hún var á ný orðin einn álitlegasti kvenkostur Vestur-Evrópu. Hún hélt heim til [[Poitiers]] en á leiðinni reyndu tveir aðalsmenn, [[Teóbald 5.]], greifi af Blois (sem seinna giftist Alix dóttur Elinóru(), og Geoffrey greifi af Nantes (18 ára bróðir Hinriks hertoga af [[Normandí]]) að ræna henni í þeim tilgangi að giftast henni og krækja þar með í eignir hennar. Báðar tilraunirnar mistókust en [[18. maí]] [[1152]], sex vikum eftir að ógilding hjónabands Elinóru og Loðvíks gekk í gildi, giftist hún [[Hinrik]] hertoga af Normandí. Hann var um 11 árum yngri en hún og skyldari henni en Loðvík hafði verið. Áður hafði komið til greina að Hinrik giftist Maríu, eldri dóttur Elinóru, en það var þá ekki talið koma til greina vegna skyldleika þeirra; hins vegar sagði enginn neitt þegar hann giftist móður hennar, sem var þó skyldari honum.
 
Hinrik varð konungur Englands [[25. október]] [[1154]] og Elinóra drottning. Hún fæddi manni sínum fjóra syni og þrjár dætur sem lifðu til fullorðinsára. Hjónabandið var sagt mjög stormasamt. Hinrik var kvennabósi og átti hjákonur og nokkur börn með þeim en þekktust ástkvenna var Rosamund Clifford eða Rósamunda fagra. Þegar Rosamund dó fóru af stað miklar sögur um að Elinóra hefði byrlað henni eitur en enginn fótur er talinn vera fyrir þeim.
 
Í desember 1167, ári eftir fæðingu yngsta barnsins, Jóhanns, hélt Elinóra til Akvitaníu og bjó um sig í Poitiers, þar sem hún og María dóttir hennar höfðu um sig [[Ástarhirðin]]a svonefndu, miðstöð [[riddaramennsku|riddaramennsku]] og [[rómantík]]ur, umkringdar [[trúbador]]um og listamönnum. Margar sagnir spunnust um Ástarhirðina en í raun er fátt vitað um hana og jafnvel hefur verið dregið í efa að hún hafi í raun verið til.
 
Ríkharður varð fyrir [[ör]]varskoti þegar hann sat um kastala uppreisnarmanna í Frakklandi og dó úr [[blóðeitrun]] [[6. apríl]] [[1199]] í örmum móður sinnar. Jóhann landlausi bróðir hans tók við konungdæminu. Hann gerði friðarsamning við [[Filippus 2.]] Frakkakonung og í honum fólst meðal annars að [[Loðvík]], krónprins Frakklands, skyldi giftast einni af dætrum [[Elinóra Kastilíudrottning|Elinóru]] drottningu af Kastilíu, systur Jóhanns. Konungur sendi Elinóru móður sína, 77 ára gamla til Kastilíu til að velja úr prinsessunum. Hún var handsömuð á leiðinni af einum af fjandmönnum [[Plantagenetætt]]ar en tókst að fá sig lausa og komast alla leið til Kastilíu. Þar valdi hún [[Blanka af Kastilíu|Blönku]], ellefu ára dótturdóttur sína, sem brúði franska prinsins og hélt síðan með hana til baka yfir [[Pýreneafjöll]]in en komst ekki lengra en til Bordeaux, þar var hún orðin örmagna og fékk erkibiskupinn í Bordeaux til að fylgja Blönku á leiðarenda. Sjálf hélt hún í Fontevraud-klaustur í [[Loiredalur|Loiredalnum]] og dvaldist þar við fremur bága heilsu.
 
[[Mynd:Fontevraud Gisants Alienor.jpg|thumb|right|gröf Elinóru og Hinriks 2. í Fontevaud.]]
== Ævilok ==
[[Mynd:Fontevraud Gisants Alienor.jpg|thumb|right|gröf Elinóru og Hinriks 2. í Fontevaud.]]
Árið 1201 braust út stríð milli Jóhanns og Filippusar Frakkakonungs. Elinóra studdi Jóhann og fór frá Fontevraud til Poitiers til að hindra sonarson sinn, [[Arthúr hertogi af Bretagne|Arthúr]] hertoga af Bretagne, í að leggja Akvitaníu undir sig en Arthúr gerði tilkall til ensku krúnunnar og raunar réttilega, þar sem Geoffrey faðir hans hafði verið eldri en Jóhann. Arthúr frétti af ferð ömmu sinnar og gerði umsátur um Mirabeau-kastala, þar sem hún var þá stödd. Jóhann kom þar að, handsamaði Arthúr og varpaði honum og [[Elinóra, mærin fagra af Bretagne|Elinóru]] systur hans í fangelsi, þar sem Arthúr hvarf 1203 en systirin var höfð í haldi til dauðadags, eða í fjörutíu ár.
 
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = Eleanor of Aquitaine|mánuðurskoðað = 1015. ágúst|árskoðað = 2010}}
 
[[Flokkur:Drottningar Englands]]
[[Flokkur:Drottningar Frakklands]]
[[Flokkur:Plantagenetætt]]
[[Flokkur:Saga Englands]]
[[Flokkur:Saga Frakklands]]
{{fd|1120|1204}}
 
[[et:Akvitaania Eleanor]]
[[el:Ελεονώρα της Ακουιτανίας]]
[[en:Eleanor of Aquitaine]]
[[es:Leonor de Aquitania]]
[[eo:Eleonora de Akvitanio]]
7.517

breytingar