„Stefán Englandskonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
 
== Stjórnleysið ==
Stefán leyfði aðalsmönnum landsins að sölsa undir sig jarðir og önnur verðmæti og gerði ekkert til að stöðva harðstjórn þeirra og grimmdarverk gagnvart almenningi. Í landinu var ekkert sterkt miðstjórnarvald, svo að lénsherrar tóku lögin í eigin hendur og lögðu á skatta og refsingar að eigin geðþótta. Valdatími Stefáns varð „nítján langir vetur, þegar Kristur og dýrlingar hans sváfu.“ (Árbækur Engilsaxa).
Stefán var sérlega ekki vinsæll konungur og árið [[1139]], þegar Matthildi keisaraynju hafði tekist að afla sér nægilegs herstuðnings, gerði hún innrás í England og þar með hófst borgarastyrjöldin sem kölluð hefur verið Stjórnleysið. Matthildi gekk misjafnlega en lengst náði hún í apríl árið [[1141]], þegar hersveitir hennar unnu sigur á liði Stefáns konungs í orrustunni við Lincoln og náðu konungi á sitt vald. Matthildur hafði hann í haldi í [[Bristol]]. En Matthildur drottning, kona Stefáns, hvatti Lundúnabúa til stuðnings við hann og þar sem Matthildur keisaraynja þótti hrokafull og neitaði að lækka skatta var hún hrakin frá borginni. Þegar menn Matthildar drottningar náðu hálfbróður hennar og aðalherforingja, jarlinum af Cloucester, á sitt vald neyddist hún til að hafa fangaskipti á honum og Stefáni konungi.
 
Stefán var sérlegaskiljanlega ekki vinsæll konungur og árið [[1139]], þegar Matthildi keisaraynju hafði tekist að afla sér nægilegs herstuðnings, gerði hún innrás í England og þar með hófst borgarastyrjöldin sem kölluð hefur verið Stjórnleysið. Matthildi gekk misjafnlega en lengst náði hún í apríl árið [[1141]], þegar hersveitir hennar unnu sigur á liði Stefáns konungs í orrustunni við Lincoln og náðu konungi á sitt vald. Matthildur hafði hann í haldi í [[Bristol]]. En Matthildur drottning, kona Stefáns, hvatti Lundúnabúa til stuðnings við hann og þar sem Matthildur keisaraynja þótti hrokafull og neitaði að lækka skatta var hún hrakin frá borginni. Þegar menn Matthildar drottningar náðu hálfbróður hennar og aðalherforingja, jarlinum af Cloucester, á sitt vald neyddist hún til að hafa fangaskipti á honum og Stefáni konungi.
 
Borgarastyrjöldin hélt áfram næstu árin. Matthildi keisaraynju tókst að tryggja völd sín í [[Normandí]] en í Englandi varð henni lítt ágengt og eftir innrásartilraun árið [[1147]] hætti hún að reyna að vinna England undir sig. En þá var [[Hinrik 2. Englandskonungur|Hinrik]], elsti sonur hennar, kominn á unglingsaldur (f. 1133) og hann hélt baráttunni áfram næstu árin og varð mun betur ágengt. Elsti sonur og erfingi Stefáns, Eustace, lést skyndilega í ágúst [[1153]]. Stefán átti raunar annan son á lífi, Vilhjálm af Blois, en hann og þegnar hans allir voru búnir að fá nóg af endalausum stríðsátökum og það varð að samkomulagi að Hinrik skyldi erfa ríkið eftir hann. Stefán dó svo ári síðar í [[Dover]] og tók Hinrik þá við ríkjum sem Hinrik 2. Englandskonungur, fyrsti konungur af [[Plantagenetætt]]. Vilhjálmur af Blois var skömmu síðar bendlaður við samsæri um að myrða Hinrik og flúði til Normandí, þar sem hann dó [[1159]].