„Jochum M. Eggertsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Jochum Magnús Eggertsson''' (9. september 189623. febrúar 1966) var íslenskur rithöfundur og skáld, alþýðufræðimaður og skógræktarmaður,...
 
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 8:
Jochum las og rannsakaði allar [[galdur|galdraskræður]] og fornan fróðleik sem hann kom höndum yfir, og skrifaði meðal annars bókina [[Galdraskræða Skugga|Galdraskræðu]], þar sem hann tók saman ýmsan fróðleik um galdra og [[galdrastafur|galdrastafi]]. Hann sagðist líka hafa fundið galdrabókina ''Gullskinnu'' eða ''Gullbringu'', sem getið er í [[þjóðsaga|þjóðsögum]], en hún væri í rauninni ekki galdrabók, heldur frumgerð [[Landnáma|Landnámu]] og þar væri sögð saga fyrstu alda Íslandsbyggðar eins og hún væri raunverulega. Aldrei vildi Jochum þó sýna neinum Gullskinnu.
 
Samkvæmt kenningum Jochums var [[Suðurland]] albyggt þegar landnámsmenn komu og var þar fyrir [[Írland|írskur]] þjóðflokkur sem naut andlegrar handleiðslu ''Krýsa'' (Chrysostomosa eða gullmunna) og hafi það verið hluti [[launhelgi|launhelga]] sem voru til víða um Evrópu og allt suður til [[KrítnKrít (eyja)|Krít]]ar og [[Egyptaland]]s. Höfuðstöðvar Krýsa voru samkvæmt kenningum Skugga í [[Krýsuvík]]. Hann hélt því fram að Krýsar og [[landnámsmaður|landnámsmenn]] hefðu í fyrstu búið saman í friði. Höfuðprestur Krýsa á elleftu öld var Kolskeggur vitri og hafði hann lærisveina sína og ritara á tveimur stöðum, í Krýsuvík, þar sem hann bjó sjálfur, og á [[Vífilsstaðir|Vífilsstöðum]] undir stjórn Jóns Kjarvalarsonar hins gamla, og voru alls 13 á hvorum stað að meðtöldum lærisveinum. Þeir voru jafnan hvítklæddir.
 
Þessir fræðimenn sköpuðu menningararf Íslendinga, segir Skuggi. Kolskeggur vitri kenndi Íslendingum að skrifa með [[latínuletur|latínuletri]]; hann orti sjálfur [[Hávamál]] og skrifaði margar [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]], þar á meðal [[Njáls saga|Njálu]], [[Laxdæla|Laxdælu]], [[Hrafnkels saga Freysgoða|Hrafnkels sögu]], [[Gunnlaugs saga ormstungu|Gunnlaugs sögu ormstungu]] og [[Bandamanna saga|Bandamanna sögu]]. En höfðingjum þóttu Krýsar orðnir of voldugir og haustið [[1054]] söfnuðu þeir miklum her, brenndu Jón Kjarvalarson og menn hans inni á Vífilsstöðum og settust svo um Krýsuvík, sem þeim tókst loksins að vinna þrátt fyrir frækilega vörn. Kolskeggur komst undan á Brimfaxa, arabískum gæðingi, en náðist í hrauninu sunnan [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]], þar sem hesturinn fótbrotnaði og Kolskeggur var felldur. Eftir þetta var Krýsum útrýmt.