Munur á milli breytinga „Forverar Sókratesar“

ekkert breytingarágrip
m (robot Breyti: sv)
'''Forverar Sókratesar''' (stundum kallaðir forverarnir, forsókratísku heimspekingarnir, frumherjar grískrar heimspeki eða frumherjarnir) eru þeir [[Heimspekingur|heimspekingar]] nefndir sem voru að störfum í [[Grikkland]]i fyrir daga [[Sókrates]]ar (469-399 f.Kr.) eða störfuðu innan þeirrar hefðar þrátt fyrir að sumir þeir yngstu hafi verið samtímamenn Sókratesar. Stundum eru [[fræðarar]]nir (sófistarnir) taldir með forverunum til hagræðingar í umfjöllun en fræðararnir tilheyrðu samt ekki sömu hefð.
 
Tímabil forvera Sókratesar einkenndist af frumspekilegum vangaveltum og tilraunum til þess að finna „uppsprettuna“ (''arkhe''), það sem lægi veruleikanum til grundvallar. Meðal mikilvægra heimspekingar þessa tímabils eru [[Þales]], [[Anaxímandros]], [[Anaxímenes]], [[Pýþagóras]], [[Herakleitos]], [[Xenofanes]], [[Parmenídes]], [[Zenon frá Eleu]], [[Melissos]], [[Empedókles]], [[Anaxagóras]], [[Levkippos]] og [[Demókrítos]].
 
Það er oft vandkvæðum bundið að ákvarða hver hugsunin hafi nákvæmlega verið hjá forverunum og hvaða [[rök]]um þeir studdu [[kenning]]ar sínar. Flestir þeirra skrifuðu bækur en ekkert rita þeirra hefur varðveist í heild sinni. Það sem leifir eftir af ritum þeirra eru oftast beinar tilvitnanir í þá í ritum yngri heimspekinga og sagnaritara og umfjöllun síðari tíma manna um skoðanir forveranna.