„Stykkishólmur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Scandium2 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Scandium2 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 23:
Verslun í Stykkishólmi var [[einokun]]arverslun allt til [[1794]], að [[Jón Kolbeinsson]] (1765-1836) frá [[Flatey]] hóf þar verslun fyrstur innlendra manna. [[Ólafur Thorlacius]] keypti svo árið [[1806]], verslun [[Didrik Hölter|Didriks Hölter]] einokunarkaupmanns, ásamt með versluninni í Búðarnesi og tók svo sonur hans, [[Árni Thorlacius]] við versluninni árið [[1827|1827.]] Árni hóf útgerð [[þilskip]]a árið [[1827]] og mun hann hafa fyrstur Íslendinga á seinni öldum orðið til að stýra skipi yfir Atlantshaf. Fleiri komu svo fljótlega í kjölfarið með tilheyrandi fólksfjölgun á staðnum. Eftir [[1865]] dró úr útgerð frá Stykkishólmi sökum skipstapa og mannskaða og tengdum fjárhagsörðugleikum, en um [[1890]] tók útgerðin aftur við sér. Í millitíðinni hafði Árni Thorlacius hætt verslun sinni árið [[1837]] og útgerð árið [[1845]] og gerst þess í stað umboðsmaður [[Stapi|Stapa]]- og [[Skógarströnd|Skógarstrandarumboðs]] um leið og hann rak búskap á jörðum sínum.
 
Árni Thorlacius reisti í Stykkishólmi [[1828]], stórt timburhús, [[Norska húsið]], sem stendur þar enn og þykir með merkilegri gömlum húsum á staðnum. Nafngiftina hlaut þetta fyrsta tvílyfta og um tíma stærsta íbúðarhús sem reist var hérlendis, sökum þess að allur efniviður í það var sóttur tilhöggvin til [[Noregur|Noregs]]. Húsið var gert upp og fært í upprunalegt horf á árunum 1972-1987 og er þar nú [[Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla]].
 
Skóli var reistur í Stykkishólmi árið 1896, iðnskóli 1952 og tónlistarskóli stofnaður þar 1959. [[Sýslumaður]] Snæfellinga og Hnappdæla hefursetiðhefur setið í Stykkishólmi frá ofanverðri 18. öld og læknir líka. Árið 1936 tók þar til starfa sjúkrahús sem reist var og rekið af reglu heilgas Fransiskusar sem einnig heldur þar klaustur og rekur barnaheimili. [[Amtsbókasafn]] Vesturamtsins var stofnað í Stykkishólmi árið 1847 og nýtt [[bókasafn]] 1960. Þar hefur verið [[veðurathugunarstöð]] frá árinu [[1845]] og er það sú elsta á landinu. Næst stærsta [[vatnsrennibraut]] Íslands er á Stykkishólmi í [[Sundlaug Stykkishólms]].
== Heimildir ==
* {{bókaheimild|höfundur=Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal|titill=Landið þitt Ísland, S-T|útgefandi=Örn og Örlygur|ár=1982|ISBN=}}