„Kolbeinsstaðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kolbeinsstaðir''' eru [[kirkjustaður]] í [[Kolbeinsstaðahreppur|Kolbeinsstaðahreppi]] á [[Snæfellsnes]]i. Þetta forna [[höfuðból]] og höfðingjasetur er austan vegar þegar ekið er norður með [[Eldborgarhraun|Eldborgarhrauni]]. Á Kolbeinsstöðum var í [[Kaþólska|kaþólsku]]m sið kirkja helguð [[Guð|guði]] og [[María mey|Maríu Guðsmóður]], [[Pétur postuli|Pétri Postula]], [[Magnús eyjajarl|Magnúsi eyjajarli]], [[heilagur Nikulás|heilögum Nikulási]], helögumheilögum [[Dómeníkus|Dómeníkusi]] og ölum heilögum í [[Kaþólska kirkjan á Íslandi|kaþólskum]] sið. Til er máldagi Kolbeinsstaðakirkju frá 1397, þar sem taldir eru upp margir góðir gripir í eigu kirkjunnar, svo og jarðir og aðrar eignir. Prestur sat þar til [[1645]] en nú heyrir sóknin undir [[Söðulsholt]]sprestakall. Núverandi kirkja er reist árið [[1933]]. Hún er byggð úr steinsteypu og vígð árið [[1934]]. Altaristafla er eftir [[Brynjólfur Þórðarson|Brynjólf Þórðarson]] listmálara og þar er silfur[[kaleikur]] frá 14-15 öld og forn [[skírnarskál]] úr tini frá [[1732|1732.]] Á Kolbeinsstöðum er einnig félagsheimili hreppsins, [[Lindartunga]].
 
Á miðöldum voru Kolbeinsstaðir um langt skeið eitt helsta valdasetur landsins, þegar jörðin var í eigu og ábúð embættismannaættar sem kölluð hefur verið [[Kolbeinsstaðamenn]]. [[Ketill Þorláksson]], lögsögumaður og prestur frá [[Hítardalur (bær)|Hítardal]] og mágur [[Gissur Þorvaldsson|Gissurar Þorvaldssonar]], settist þar að um 1235. Sonur hans var [[Þorleifur hreimur Ketilsson]], sem var síðasti íslenski lögsögumaðurinn, en tengdasonur Ketils var [[Narfi Snorrason]] frá [[Skarð á Skarðsströnd|Skarði]], sem bjó á Kolbeinsstöðum. Synir hans, [[Þorlákur Narfason|Þorlákur]], [[Þórður Narfason|Þórður]] og [[Snorri Narfason|Snorri]], urðu allir lögsögumenn og bjó Þorlákur á Kolbeinsstöðum. Sonur hans var [[Ketill Þorláksson hirðstjóri]] og riddari á Kolbeinsstöðum, einn helsti tignarmaður landsins á fyrri hluta 14. aldar. Kona Ketils var Una Guttormsdóttir, systir [[Jón Guttormsson skráveifa|Jóns skráveifu]], hirðstjóra og lögmanns, sem mun hafa dvalist hjá þeim og gaf hann kirkjunni á Kolbeinsstöðum hálfa jörð fyrir sálu sinni.