„Matthildur af Flæmingjalandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
systkinabörn
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
[[Matthildur af Flæmingjalandi]] (um [[1031]] – [[2. nóvember]] [[1083]]) ([[enska]]: ''Matilda of Flanders'', [[franska]]: ''Mathilde de Flandre'') var drottning Englands frá ''1066'' til dauðadags, eiginkona [[Vilhjálmur 1. Englandskonungur|Vilhjálms 1.]] Englandskonungs og móðir konunganna [[Vilhjálmur 2. Englandskonungur|Vilhjálms 2.]] og [[Hinrik 1. Englandskonungur|Hinriks 1.]]
 
Matthildur var dóttir Baldvins 5., greifa af Flæmingjalandi og Adèle Capet, dóttur [[Róbert 2. Frakkakonungur|Róberts 2.]] Frakkakonungs. Vilhjálmur bastarður, hertogi af [[Normandí]], bað hennar en sagt er að hún hafi ekki viljað hann i fyrstu þar sem hún taldi sig of tiginborna til að giftast bastarði. Ýmsar sagnir eru um hvernig kvonbænirnar gengu en á endanum skipti Matthildur um skoðun og giftist Vilhjálmi þótt páfinn legði bann við þvi vegna skyldleika þeirra, þar sem Róbert 2. var afi þeirra beggja. Þau giftust [[1053]] og áttu saman tíu eða ellefu börn - synirnir voru fjórir en um dæturnar er allt óljósara og aðeins ein þeirra eignaðist afkomendur, [[Adela af Blois|Adela]] móðir [[Stefán Englandskonungur|Stefáns]] af Blois, síðar Englandskonungs.
 
Hjónaband þeirra virðist hafa verið gott en þó hljóp snuðra á þráðinn þegar [[Róbert 2. af Normandístuttsokkur|Róbert]] sonur þeirra gerði uppreisn gegn föður sínum því Matthildur tók afstöðu með honum. Eftir að hún lést varð Vilhjálmur mun harðari stjórnandi en áður og var dauða hennar kennt um.
 
Matthildur var sögð hafa verið smávaxnasta drottning Bretlands og fyrir misskilning komst sú sögn á kreik að hún hefði aðeins verið 127 cm á hæð. Mælingar sem gerðar voru á hluta af beinum hennar, sem varðveist hafa, árið 1819 og aftur 1959 leiddu þó í ljós að hún hefur líklega verið um 150 cm há.