„Vilhjálmur 1. Englandskonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: en:William the Conqueror
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 29:
 
== Dauði og erfingjar ==
Í umsátri um borgina Mantes árið [[1087]] féll Vilhjálmur af hestbaki og hlaut meiðsli sem drógu hann til dauða. Hann dó í [[Rouen]] [[9. september]] og hafði áður skipt löndum sínum og eignum milli þriggja eftirlifandi sona sinna, en sá næstelsti, Ríkharður hertogi af Bernay, var þá látinn. Róbert fékk hertogadæmið Normandí, Vilhjálmur Rúfus fékk England í sinn hlut og varð [[Vilhjálmur 2. Englandskonungur|Vilhjámur 2.]] og yngsti sonurinn, Hinrik, fékk fimm þúsund pund silfursilfurs sem hann átti að nota til að kaupa sér land. Hann varð seinna [[Hinrik 1. Englandskonungur]] þar sem Vilhjámur 2. dó barnlaus.
 
Vilhjálmur og Matthildur áttu líka sex dætur en aðeins ein þeirra, [[Adela af Blois]], átti afkomendur. Hún var móðir [[Stefán Englandskonungur|Stefáns]] Englandskonungs.