„Snorri Björnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Snorri Björnsson''' (eða '''Snorri á Húsafelli''') ([[3. október]] [[1710]] – [[15. júlí]] [[1803]]) var íslenskur prestur og skáld á [[18. öld]], fyrst á [[Staður í Aðalvík|Stað í Aðalvík]] en lengst af á [[Húsafell]]i í [[Borgarfjarðarsýsla|Borgarfirði]].
 
Snorri var fæddurfæddist á [[Höfn í Melasveit]], sonur Björns Þorsteinssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Þorbjarnardóttur. Móðuramma hans var [[Steinunn Finnsdóttir]] skáldkona. Snorri ólst upp í stórum systkinhópi og æfði ýmsar íþróttir með bræðrum sínum. Þeir kunnu meðal annars að [[sund|synda]], sem var mjög fátítt þá. Hann varð stúdent frá [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] og gerðist síðan prestur á Stað í Aðalvík. Þar var hann í 16 ár og kynntist þar konu sinni, Hildi Jónsdóttur, sem var dóttir fyrirrennara hans á Stað, Jóns Einarssonar.
 
Árið [[1757]] fékk Snorri Húsafell og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var lítill búmaður og komst því aldrei í miklar álnir en hann var góður smiður og fékkst töluvert við smíðar. Hann var líka sagður afar sterkur og er enn hægt að sjá á Húsafelli [[kvíar]] sem hann hlóð og aflraunasteininn sem sagt er að hann hafi reynt krafta sína og annarra á, [[Kvíahellan|Kvíahelluna]], sem er 180 kíló.