„Flatey (Skjálfanda)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Það var 1967 - ekki 1968
Thvj (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Flatey''' á [[eyja]] á [[Skjálfandi|Skjálfanda]] liggur um 2,5 kílómetra frá landi utan við [[Flateyjardalur|Flateyjardal]]. Hún er um 2,62 [[ferkílómetri|ferkílómetrar]] að flatarmáli og rís hæst 22 metra yfir sjó.
 
Byggð var í eyjunni frá [[12. öldin|12.öld]] fram til [[1967]] þegar hún lagðist af vegna einangrunar og skorts á endurnýjun fólks. Náði íbúafjöldi mest að vera 120 manns um [[1943]]. Fiskveiðar voru aðalatvinnuvegur eyjaskeggja auk kvikfjárræktar en [[hlunnindi]] voru einnig nokkur af [[rekaviður|rekaviði]], fuglavarpi og [[selur|sel]]. Frá upphafi [[20. öldin|20. aldar]] var í eyjunni starfrækt kaupfélag og barnaskóli sem m.a. íbúar á Flateyjardal sóttu þjónustu til enda hafnaraðstaða í eyjunni mun betri en í landi. Á móti kom að eyjaskeggjar sóttu kirkju að Brettingsstöðum á Flateyjardal allt þar til byggð í dalnum lagðist af ([[1953]]) og kirkjan var flutt út í Flatey (vígð að nýju [[1960]]).