„Bær (Höfðaströnd)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bær á Höfðaströnd''' er bær í austanverðum [[Skagafjörður|Skagafirði]], skammt norðan við [[Hofsós]]. Bær á land við ströndina milli [[Hof á Höfðaströnd|Hofs]] og [[Höfðavatn]]s og á hálfan [[Þórðarhöfði|Þórðarhöfða]] á móti [[Höfði á Höfðaströnd|[Höfða]] og einnig Bæjarmöl, syðri grandann sem tengir höfðann við land, og veiðirétt í Höfðavatni með öðrum jörðum við vatnið.
 
Neðan við túnið í Bæ eru [[Bæjarklettar]] og Bæjarvík. Þar var fyrr á tíð ágæt lending og var þaðan töluvert útræði. Þar voru löngum nokkrar [[þurrabúð]]ir og bjó þar fólk sem lifði fyrst og fremst af sjósókn. Skömmu fyrir miðja 19. öld risu líka fáein hús við Höfðavatn í landi Bæjar og lifðu íbúar þar einnig á veiðiskap. Var því Bær lengi vel ein mesta útgerðarstöð við Skagafjörð. Þessi byggð fór svo í eyði þegar hafnarmannvirki voru gerð á Hofsósi og fólk fluttist þangað.