„Hrafninn flýgur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rubinbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: de:Der Flug des Raben
Hann heitir Þórður í myndinni, ekki Þór
Lína 28:
'''''Hrafninn flýgur''''' er [[Ísland|íslensk]]-[[Svíþjóð|sænsk]] [[víkingar|víkingamynd]] frá [[1984]] og þriðja [[kvikmynd]] [[Hrafn Gunnlaugsson|Hrafns Gunnlaugssonar]] í fullri lengd. Kvikmyndin gerist á Íslandi stuttu eftir [[landnám Íslands|landnám]] og fjallar um írskan mann, Gest ([[Jakob Þór Einarsson]]), sem fer til Íslands til að hefna sín á víkingum sem drepið höfðu foreldra hans og rænt systur hans þegar hann var á barnsaldri. Þegar kvikmyndin var frumsýnd var hún stundum kölluð eina ekta víkingamyndin. Hún náði nokkrum vinsældum á [[Norðurlöndin|Norðurlöndunum]] og setningar úr myndinni, eins og „Þungur hnífur?“, urðu allþekktar.
 
Myndinni var gjarnan lýst sem [[spagettívestri|spagettívestra]] í víkingabúningi, meðal annars vegna [[tónlist]]ar ([[panflauta]] er notuð til að skapa spennu í mörgum atriðum) og hliðstæðna við söguþráðinn í ''[[A Fistful of Dollars]]'' eftir [[Sergio Leone]] frá [[1964]] sem sjálf var eins konar endurgerð [[Japan|japönsku]] kvikmyndarinnar ''[[Yojimbo]]'' eftir [[Akira Kurosawa]]. Allar þessar myndir nýta algengt [[þjóðsagnaminni]] sem t.d. kemur fram í sögunni „[[Skraddarinn hugprúði]]“ í [[Grimmsævintýri|Grimmsævintýrum]] (gerð 1640 í þjóðsagnaflokkun [[Aarne-Thompson]]). Í einu af lokaatriðunum í ''Hrafninn flýgur'' segir ÞórÞórður ([[Helgi Skúlason]]) syni sínum útgáfu af þessari sögu til að róa hann, þar sem hann læst ætla að fórna honum til að lokka Gest út úr fylgsni sínu.
 
==Viðtökur==
[[Mynd:Hrafninn_flygur_13.jpg|thumb|left|Gestur og ÞórÞórður]]
''Hrafninn flýgur'' vakti töluverða athygli strax meðan á framleiðslu stóð. Mikið var lagt í hönnun búninga þar sem að hluta var notast við gamaldags aðferðir í [[málmsmíði]] t.d. og [[leikmynd]]in þótti strax nýstárleg. Leikmunum var stillt upp í anddyri [[Háskólabíó]]s meðan á sýningum stóð. Hluta af leikmyndinni má enn sjá í [[Drangshlíð]] undir [[Eyjafjöll]]um. Myndin vakti einnig athygli fyrir það að vera klippt á stafrænu formi ([[VHS]]).