„Þorgils skarði Böðvarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Lagði tengil.
Lína 3:
Árið 1244 fór Þorgils til Noregs og var við hirð [[Hákon gamli|Hákonar konungs]], sem lét lækni græða skarðið í vör Þorgils og er það fyrsta [[lýtaaðgerð]] sem vitað er til að gerð hafi verið á Íslendingi. Árið [[1252]] sendi konungur Þorgils til Íslands með [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]] og áttu þeir að reyna að koma landinu undir vald konungs. Þorgils reyndi að ná yfirráðum yfir ríki því sem [[Snorri Sturluson]] frændi hans hafði ráðið í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] og settist að í [[Reykholt í Borgarfirði|Reykholti]]. Hann var óvæginn og harður, bakaði sér óvinsældir og hraktist á endanum út á [[Snæfellsnes]] á föðurleifð sína, [[Staðastaður|Stað á Ölduhrygg]].
 
Eftir að Gissur fór aftur til Noregs eftir [[Flugumýrarbrenna|Flugumýrarbrennu]] vildi Þorgils reyna að ná yfirráðum í Skagafirði, sem hann taldi sig eiga tilkall til þar sem hann var [[Ásbirningar|Ásbirningur]] í móðurætt, en [[Eyjólfur ofsi Þorsteinsson]] vildi einnig ná völdum í Skagafirði. Þeir börðust á [[Þverárfundur|Þveráreyrum]] í Eyjafirði 1255 og þar féll Eyjólfur. Nokkru síðar var Þorgils orðinn höfðingi yfir öllum [[Norðlendingafjórðungur|Norðlendingafjórðungi]]. Hann lenti þó fljótt í deilum við [[Svínfellingar|Svínfellinginn]] [[Þorvarður Þórarinsson|Þorvarð Þórarinsson]] á [[Grund (Eyjafjarðarsveit)|Grund]], tengdason [[Steinvör Sighvatsdóttir|Steinvarar Sighvatsdóttur]] á [[Keldur á Rangárvöllum|Keldum]], sem gerði kröfu um arf eftir [[Þórður kakali|Þórð kakala]] bróður sinn. Deilunum lauk með því að Þorvarður tók Þorgils af lífi á [[Hrafnagil]]i í Eyjafirði aðfaranótt 22. janúar 1258. Eftir víg hans hraktist Þorvarður burt úr Eyjafirði.
 
Þorgils skarði var ókvæntur en átti dóttur, Steinunni, með Guðrúnu Gunnarsdóttur frillu sinni, systur Ingibjargar sem var fylgikona Gissurar Þorvaldssonar síðustu ár hans.