Munur á milli breytinga „Fornaldarheimspeki“

2.581 bæti bætt við ,  fyrir 14 árum
ekkert breytingarágrip
 
Heimildir okkar um skoðanir, kenningar og rök þessara manna eru afar brotakenndar en ekkert heildsætt rit um heimspeki hefur varðveist frá þessum tíma.
 
== Upplýsingartíminn ==
{{Aðalgrein|Fræðarar}}
 
Um miðja 5. öld f.o.t. varð til stétt svonefndra fræðara eða sófista en þeir voru fræðimenn og kennarar ferðuðust milli borga og kenndu hvers kyns fræði og vísindi gegn greiðslu. Þessi tími hefur verið nefndur upplýsingartíminn í sögu Grikklands. Margir fræðaranna fengust við heimspeki en merkastir þeirra voru [[Prótagóras]], [[Pródíkos]], [[Hippías]] og [[Þrasýmakkos]].
 
==Klassísk heimspeki==
[[Aristóteles]] var nemandi Platons. Hann fékkst við svo að segja öll svið heimspekinnar og er heimspeki hans afar kerfisbundin. Aristóteles fékkst einnig við vísindi og stundaði meðal annars rannsóknir í [[líffræði]], [[líffærafræði]], [[dýrafræði]], [[veðurfræði]], [[stjörnufræði]], [[sálfræði]], [[hagfræði]] og [[stjórnmálafræði]]. Hann fann upp [[rökfræði]] sem fræðigrein. [[Siðfræði]] Aristótelesar hefur verið endurlífguð á [[20. öld]] og haldið á lofti af [[G.E.M. Anscombe]] og [[Philippa Foot|Philippu Foot]].
 
===Aðrir heimspekingar á klassískum tíma===
====Hundingjar====
[[Mynd:Gerome_-_Diogenes.jpg|thumb|left|250px|Heimspeki sem lífsmáti: [[Díogenes hundingi|Díogenes]] í tunnu – Málverk eftir [[J.L. Gerome]] (1860)]]
Hundingjar sóttu innblástur sinn til [[Sókrates]]ar en upphafsmaður hundingjastefnunnar var heimspekingurinn [[Antisþenes]] (444-365 f.o.t.) sem verið hafði vinur og nemandi Sókratesar. Stefnan fól í sér róttæka höfnun á félagslegum gildum og meinlætalíf. Hundingjar gerðu oft sitt ítrasta til að hneyksla fólk og stunduðu m.a. [[sjálfsfróun]] á almannafæri. Þeir hvöttu fólk til að láta laust hið dýrslega í sér. Frægastur hundingjanna er sennilega [[Díogenes hundingi]] sem bjó í tunnu. Meðal annarra hundingja voru [[Krates]], [[Demetríos]] og [[Demonax]].
 
Hundingjar höfðu mikil áhrif á [[Zenon frá Kítíon]], upphafsmanns [[stóuspeki]]nnar og aðra stóumenn, svo sem [[Epiktetos]].
 
====Kýreningar====
Kýreningar voru róttækir [[nautnahyggja|nautnahyggjumenn]]. Stefnan er nefnd eftir fæðingarstað [[Aristippos frá Kýrenu|Aristipposar]] (435-366 f.o.t.), upphafsmanns hennar, en hann fæddist í borginni [[Kýrena|Kýrenu]] í Norður-[[Afríka|Afríku]] (þar sem [[Lýbía]] er nú). Aristippos hafði einnig verið fylgismaður Sókratesar en heimspeki hans var afar frábrugðin heimspeki Sókratesar og annarra nemenda hans. Kýreningar töldu að [[ánægja]] væri æðst gæða og lögðu áherslu á líkamlega ánægju umfram andlega ánægju sem hlýst t.d. af ástundum lista eða ræktun [[Vinátta|vináttu]]. Þeir höfnuðu einnig að skynsamlegt væri að fresta eða takmarka eftirsókn eftir líkamlegri ánægju á líðandi stundu vegna langtímasjónarmiða.
 
Kýreningar töldu að mannlegri [[þekking]]u væru þröngar skorður settar. Þeir töldu að einungis væri hægt að þekkja eigin upplifanir hverju sinni, t.d. að á ákveðnu augnabliki fyndi maður sætt bragð, en að ekkert væri hægt að vita um [[Orsök|orsakir]] þess sem maður skynjar, t.d. að hunang sé sætt á bragðið.
==Hellenísk heimspeki==
: ''Sjá einnig grein um [[Hellenísk heimspeki|helleníska heimspeki]]''