„Baldvin L. Baldvinsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Baldvin Lárus Baldvinson''' ([[26. október]] [[1856]] - [[7. desember]] [[1936]]) var vestur-íslenskur [[skósmiður]], [[ritstjóri]] [[Heimskringla (tímarit)|Heimskringlu]], [[þingmaður]] og aðstoðarfylkisritari.
 
Baldvin var sonur ''Baldvins skálda Jónssonar'' og ''Helgu Egilsdóttur'' yfirsetukonu. Hann ólst upp með móður sinni, fyrst á [[Akureyri]], en svo tvö ár í [[Reykjavík]] þar til mmaamma hans fyrir norðan, ''Guðný Kráksdóttir'', tók við honum á þrettánda ári. Var hann í fóstri hjá henni og eiginmanni hennar Steini Kristjánssyni járnsmið til [[1873]], en það ár fluttist hann til Vesturheims, aðeins 17 ára gamall. Baldvin kom til [[Toronto]] í félagi við Árna Friðriksson og bjó þar í tæp níu ár. Þar lærði hann skósmíði og stundaði enskunám í kvöldskóla.
 
Þegar Íslendingar voru orðnir fjölmennir í [[Manitoba]] fluttist hann til [[Winnipeg]], vorið [[1882]], en þar starfaði hann í verslun. Baldvin eignaðist síðar skóverslun í félagi við aðra í Winnipeg. Aðalstarf hans á þessum árum var þó að fara til [[Ísland]]s og annast margskonar umsýslu á vegum kanadískra stjórnvalda vegna innflytjenda. Hann fór sex sinnum til Íslands og taldist sjálfum svo til að hann hefði leiðbeint rúmelga sjö þúsund Íslendingum vestur um haf.