„Baldvin L. Baldvinsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Þegar Íslendingar voru orðnir fjölmennir í [[Manitoba]] fluttist hann til [[Winnipeg]], vorið [[1882]], en þar starfaði hann í verslun. Baldvin eignaðist síðar skóverslun í félagi við aðra í Winnipeg. Aðalstarf hans á þessum árum var þó að fara til [[Ísland]]s og annast margskonar umsýslu á vegum kanadískra stjórnvalda vegna innflytjenda. Hann fór sex sinnum til Íslands og taldist sjálfum svo til að hann hefði leiðbeint rúmelga sjö þúsund Íslendingum vestur um haf.
 
Baldvin sneri sér aftur að viðskiptum [[1894]] og eftir verslunarrekstur og fasteignaviðskipti ýmiskonar keypti hann blaðið Heimskringlu og gerðist ritstjóri þess [[1898]]. Baldvin og [[Sigtryggur Jónasson]], ritstjóri [[Lögberg (tímarit)|Lögbergs]], deildu um árabil harkalega í blöðum sínum og spörðu ekki stóryrðin. Þeir tilheyrðu tveimur andstæðum flokkum, Baldvin Íhaldsflokknum (''Conservative Party of Manitoba'') og Sigtryggur Frjálslynda flokknum. Árið [[1899]] komst Baldvin á þing fyrir Manitoba og var endurkjörinn [[1903]].
 
Eftir þingsetuna varð Baldvin aðstoðarfylkisritari og var þá enn öflugur í félagsmálum Íslendinga, var meðal annars einn forkólfanna þegar safnað vr fjárframlögum meðal Vestur-Íslendinga til stofnunar [[Eimskipafélag Íslands|Eimskipafélags Íslands]] [[1914]].